Forsvarsmenn Eistnaflugs tjá sig: „Auðvitað er það okkur áhyggjuvaldur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2018 08:30 Forsvarsmenn Eistnaflugs ætla ekki að leggja hátíðina niður þrátt fyrir grun um að tveimur konum hafi verið byrlað ólyfjan á hátíðinni. vísir/freyja gylfadóttir Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs segja að það sé þeim áhyggjuvaldur að uppi sé grunur um að tveimur konum hafi verið byrlað ólyfjan. „Við viljum halda í þá trú að fólk geti skemmt sér án þess að koma illa fram hvort við annað,“ segir í færslu á Facebooksíðu hátíðarinnar.Vísir greindi frá því í fyrradag að tvær konur sem sóttu hátíðina hafi leitað aðstoðar á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Önnur þeirra var lögð inn. Lögreglan á Austurlandi hefur grun um að konunum hafi verið byrlað ólyfjan því báðar sögðust þær hafa fundið fyrir mátt-og minnisleysi. Önnur þeirra var með lágan blóðþrýsting og með blóðsprungin augu. Í færslunni kemur fram að slagorð hátíðarinnar er: „Ekki vera fáviti“. Það þýði þó ekki að hátíðin verði lögð niður komi upp mál af þessum toga. „Það er eitthvað sem var sagt opinberlega einu sinni og aðrir gripu á lofti og hafa haldið því á lofti æ síðan. Að okkar mati ýtir sú staðhæfing undir þöggun og það munum við aldrei líða.“ Þrátt fyrir að forsvarsmenn Eistnaflugs ætli sér ekki að leggja hátíðina niður er fullyrt að málin verði tekin föstum tökum. „Við höfum heyrt af því að tvö mál tengd ólyfjan séu í höndum lögreglunnar. Við heyrðum af öðru málinu á hátíðinni og brugðumst strax við með auknum sýnileika gæslunnar og starfsmanna Aflsins.“ Í samtali við Austurfrétt segir Margrét Sigurðardóttir, önnur þeirra sem leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi á hátíðinni: „Ég er alveg líkamlega búin að jafna mig en sálin er enn voðalega ónýt eftir þessa reynslu.“ Tengdar fréttir Tveimur kann að hafa verið byrlað Lögregluna á Austurlandi grunar að tveimur konum hafi verið byrlað ólyfjan á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi, 28. júlí 2018 19:27 Rokk og ról með bros á vör Fjarðabyggð fellir niður skuld þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Því verður rokkað og rólað fyrir austan í bullandi fjöri en hátíðin skildi eftir sig 20 milljóna króna gat í fyrra sem tekist hefur að brúa. 26. maí 2018 10:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs segja að það sé þeim áhyggjuvaldur að uppi sé grunur um að tveimur konum hafi verið byrlað ólyfjan. „Við viljum halda í þá trú að fólk geti skemmt sér án þess að koma illa fram hvort við annað,“ segir í færslu á Facebooksíðu hátíðarinnar.Vísir greindi frá því í fyrradag að tvær konur sem sóttu hátíðina hafi leitað aðstoðar á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Önnur þeirra var lögð inn. Lögreglan á Austurlandi hefur grun um að konunum hafi verið byrlað ólyfjan því báðar sögðust þær hafa fundið fyrir mátt-og minnisleysi. Önnur þeirra var með lágan blóðþrýsting og með blóðsprungin augu. Í færslunni kemur fram að slagorð hátíðarinnar er: „Ekki vera fáviti“. Það þýði þó ekki að hátíðin verði lögð niður komi upp mál af þessum toga. „Það er eitthvað sem var sagt opinberlega einu sinni og aðrir gripu á lofti og hafa haldið því á lofti æ síðan. Að okkar mati ýtir sú staðhæfing undir þöggun og það munum við aldrei líða.“ Þrátt fyrir að forsvarsmenn Eistnaflugs ætli sér ekki að leggja hátíðina niður er fullyrt að málin verði tekin föstum tökum. „Við höfum heyrt af því að tvö mál tengd ólyfjan séu í höndum lögreglunnar. Við heyrðum af öðru málinu á hátíðinni og brugðumst strax við með auknum sýnileika gæslunnar og starfsmanna Aflsins.“ Í samtali við Austurfrétt segir Margrét Sigurðardóttir, önnur þeirra sem leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi á hátíðinni: „Ég er alveg líkamlega búin að jafna mig en sálin er enn voðalega ónýt eftir þessa reynslu.“
Tengdar fréttir Tveimur kann að hafa verið byrlað Lögregluna á Austurlandi grunar að tveimur konum hafi verið byrlað ólyfjan á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi, 28. júlí 2018 19:27 Rokk og ról með bros á vör Fjarðabyggð fellir niður skuld þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Því verður rokkað og rólað fyrir austan í bullandi fjöri en hátíðin skildi eftir sig 20 milljóna króna gat í fyrra sem tekist hefur að brúa. 26. maí 2018 10:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Tveimur kann að hafa verið byrlað Lögregluna á Austurlandi grunar að tveimur konum hafi verið byrlað ólyfjan á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi, 28. júlí 2018 19:27
Rokk og ról með bros á vör Fjarðabyggð fellir niður skuld þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Því verður rokkað og rólað fyrir austan í bullandi fjöri en hátíðin skildi eftir sig 20 milljóna króna gat í fyrra sem tekist hefur að brúa. 26. maí 2018 10:00