Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2018 05:45 Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. „Neytendasamtökin þurfa að vera afl í samfélaginu sem tekið er eftir og hlustað er á þannig að farið sé eftir hugmyndum þeirra,“ segir Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, en hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í samtökunum. Þing samtakanna verður haldið í lok október næstkomandi en þar á að kjósa bæði formann og í stjórn. Enginn formaður hefur verið starfandi frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér embætti í júlí á síðasta ári eftir miklar deilur við stjórnina. Honum hafði áður verið sagt upp sem framkvæmdastjóra samtakanna eftir að stjórnin lýsti yfir vantrausti á hann. Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, hefur því í raun verið starfandi formaður síðastliðið ár. Hann segist ekki munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarstarfa. Jakob segist hafa hugsað málið í allnokkurn tíma og ákveðið að taka áskorun um að bjóða sig fram. „Það er hægt að gera ákaflega margt til að efla samtökin og mér finnst það spennandi viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram sem talsmann ákveðinna hugmynda og til eflingar stöðu neytenda alls staðar í íslensku þjóðlífi.“ Að sögn Jakobs er nauðsynlegt að efna til samvinnu við alla mögulega aðila sem koma að neytendamálum. Í því sambandi nefnir hann þing, sveitarfélög, samtök launþega og samtök atvinnurekenda. Ólafur Arnarson segir nauðsynlegt að samtökin fái öflugan formann. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til formennsku sjálfur en útilokar ekki framboð til stjórnar. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert markmiðið var með þessu upphlaupi og aðför gegn mér. Það var allavega ekki gert til að efla samtökin, því ég hef ekkert heyrt eða séð frá þeim á þessu ári sem er liðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Neytendasamtökin þurfa að vera afl í samfélaginu sem tekið er eftir og hlustað er á þannig að farið sé eftir hugmyndum þeirra,“ segir Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, en hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í samtökunum. Þing samtakanna verður haldið í lok október næstkomandi en þar á að kjósa bæði formann og í stjórn. Enginn formaður hefur verið starfandi frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér embætti í júlí á síðasta ári eftir miklar deilur við stjórnina. Honum hafði áður verið sagt upp sem framkvæmdastjóra samtakanna eftir að stjórnin lýsti yfir vantrausti á hann. Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, hefur því í raun verið starfandi formaður síðastliðið ár. Hann segist ekki munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarstarfa. Jakob segist hafa hugsað málið í allnokkurn tíma og ákveðið að taka áskorun um að bjóða sig fram. „Það er hægt að gera ákaflega margt til að efla samtökin og mér finnst það spennandi viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram sem talsmann ákveðinna hugmynda og til eflingar stöðu neytenda alls staðar í íslensku þjóðlífi.“ Að sögn Jakobs er nauðsynlegt að efna til samvinnu við alla mögulega aðila sem koma að neytendamálum. Í því sambandi nefnir hann þing, sveitarfélög, samtök launþega og samtök atvinnurekenda. Ólafur Arnarson segir nauðsynlegt að samtökin fái öflugan formann. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til formennsku sjálfur en útilokar ekki framboð til stjórnar. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert markmiðið var með þessu upphlaupi og aðför gegn mér. Það var allavega ekki gert til að efla samtökin, því ég hef ekkert heyrt eða séð frá þeim á þessu ári sem er liðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira