Lýsir „ógeðslegu“ handabandi Trumps og klíkuskapnum í Friends Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 12:19 Kathleen Turner skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir hlutverk hennar sem dragdrottningin Charles Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Kathleen Turner er harðorð í garð Hollywood og kvikmyndabransans í nýju viðtali sem birt var á vefsíðu Vulture. Í viðtalinu ræðir Turner hlutgervingu kvenna í bransanum, reynslu sína af tökustað sjónvarpsþáttanna Friends og kynni sín af Donald Trump – á afar hispurslausan hátt. Kathleen Turner er fædd árið 1954 og steig sín fyrstu skref í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar. Turner varð strax þekkt fyrir hása rödd sína, og er enn. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við Body Heat, Romancing the Stone og Prizzi‘s Honor og hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í þeim síðarnefndu. Þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Peggy Sue Got Married. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir leik hennar í sjónvarpsþáttunum Friends en hún fór þar með hlutverk dragdrottningarinnar Charles Bing, föður Chandlers Bing.Kathleen Turner við tökur á kvikmyndinni Body Heat snemma á níunda áratugnum.Vísir/GettyFerillinn knúinn áfram af bræði Turner fer um víðan völl í viðtalinu við Vulture, þykir afar hispurslaus og svarar spurningunum sem blaðamaður leggur fyrir hana hreinskilnislega. Hún segir til að mynda að hrein „bræði“ hafi knúið feril hennar áfram og sú bræði eigi rætur sínar í „óréttlæti heimsins.“ Þá tjáir Turner sig um veikindi sín en hún greindist með liðagigt á fertugsaldri. „Ætli ég hafi ekki fundið fyrir missi. Ég fékk liðagigt þegar ég var langt komin á fertugsaldur – síðustu ár mín sem kynferðislega aðlaðandi leikkona í Hollywood. Erfiðast var hversu stór hluti af sjálfstrausti mínu var byggður á líkama mínum.“ Kepptust um að næla í hana Í framhaldi af því minnir hún á að kvikmyndin Body Heat, erótískur spennutryllir, hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn. Kvikmyndin hafi litað viðhorf samstarfsmanna til hennar, enda séu konur álitnar „verðlaunagripir“ í bransanum. „Í kjölfarið varð ég kynferðislegt skotmark. Michael Douglas sagði mér síðar að hann, Jack Nicholson og Warren Beatty hafi keppt sín á milli um hver þeirra myndi ná mér fyrst. Engum þeirra tókst það, vel á minnst.“ Þá ræðir Turner frekar kynjamisrétti í Hollywood og gagnrýnir sögusagnir um að hún hafi ætíð verið „erfið“ í samskiptum og samstarfi. „Ef karlmaður mætir á tökustað og segir: „Svona sé ég fyrir mér að þetta verði gert,“ segir fólk að hann sé ákveðinn. Ef kona gerir það segir fólk: „Æ, nú byrjar hún“.“ Klíkan í Friends Eins og áður sagði fór Turner með hlutverk föður Chandlers Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Hún hugsar ekki með mikilli hlýju til stundanna á tökustað ásamt aðalleikurum þáttanna. „Ég skal vera hreinskilin eins og mín er von og vísa. Leikararnir tóku ekki mjög vel á móti mér,“ segir Turner. „Friends-leikararnir voru algjör klíka. En ég held að reynsla mín af þeim hafi ekki verið einstök. Ég held að þau hafi einfaldlega verið svo þéttur, lítill hópur að enginn utanaðkomandi skipti máli.“ „Ógeðslegt“ handaband Trumps Turner er auk þess innt eftir því hvort hún hafi rekist á Donald Trump einhvern tímann á ferlinum. Hún segir svo vera og minnist þess raunar með hryllingi. „Já. Oj bara. Það er ógeðslegt að taka í höndina á honum,“ segir Turner og lýsir handabandinu á þann veg að Trump hafi strokið úlnliðinn á henni með vísifingri er hann tók í hönd hennar. Hafi forsetinn, sem þá var aðeins óbreyttur auðjöfur, geinilega talið aðferðina „seiðandi.“ Viðtal Vulture við Turner má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp Friends MeToo Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Kathleen Turner er harðorð í garð Hollywood og kvikmyndabransans í nýju viðtali sem birt var á vefsíðu Vulture. Í viðtalinu ræðir Turner hlutgervingu kvenna í bransanum, reynslu sína af tökustað sjónvarpsþáttanna Friends og kynni sín af Donald Trump – á afar hispurslausan hátt. Kathleen Turner er fædd árið 1954 og steig sín fyrstu skref í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar. Turner varð strax þekkt fyrir hása rödd sína, og er enn. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við Body Heat, Romancing the Stone og Prizzi‘s Honor og hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í þeim síðarnefndu. Þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Peggy Sue Got Married. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir leik hennar í sjónvarpsþáttunum Friends en hún fór þar með hlutverk dragdrottningarinnar Charles Bing, föður Chandlers Bing.Kathleen Turner við tökur á kvikmyndinni Body Heat snemma á níunda áratugnum.Vísir/GettyFerillinn knúinn áfram af bræði Turner fer um víðan völl í viðtalinu við Vulture, þykir afar hispurslaus og svarar spurningunum sem blaðamaður leggur fyrir hana hreinskilnislega. Hún segir til að mynda að hrein „bræði“ hafi knúið feril hennar áfram og sú bræði eigi rætur sínar í „óréttlæti heimsins.“ Þá tjáir Turner sig um veikindi sín en hún greindist með liðagigt á fertugsaldri. „Ætli ég hafi ekki fundið fyrir missi. Ég fékk liðagigt þegar ég var langt komin á fertugsaldur – síðustu ár mín sem kynferðislega aðlaðandi leikkona í Hollywood. Erfiðast var hversu stór hluti af sjálfstrausti mínu var byggður á líkama mínum.“ Kepptust um að næla í hana Í framhaldi af því minnir hún á að kvikmyndin Body Heat, erótískur spennutryllir, hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn. Kvikmyndin hafi litað viðhorf samstarfsmanna til hennar, enda séu konur álitnar „verðlaunagripir“ í bransanum. „Í kjölfarið varð ég kynferðislegt skotmark. Michael Douglas sagði mér síðar að hann, Jack Nicholson og Warren Beatty hafi keppt sín á milli um hver þeirra myndi ná mér fyrst. Engum þeirra tókst það, vel á minnst.“ Þá ræðir Turner frekar kynjamisrétti í Hollywood og gagnrýnir sögusagnir um að hún hafi ætíð verið „erfið“ í samskiptum og samstarfi. „Ef karlmaður mætir á tökustað og segir: „Svona sé ég fyrir mér að þetta verði gert,“ segir fólk að hann sé ákveðinn. Ef kona gerir það segir fólk: „Æ, nú byrjar hún“.“ Klíkan í Friends Eins og áður sagði fór Turner með hlutverk föður Chandlers Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Hún hugsar ekki með mikilli hlýju til stundanna á tökustað ásamt aðalleikurum þáttanna. „Ég skal vera hreinskilin eins og mín er von og vísa. Leikararnir tóku ekki mjög vel á móti mér,“ segir Turner. „Friends-leikararnir voru algjör klíka. En ég held að reynsla mín af þeim hafi ekki verið einstök. Ég held að þau hafi einfaldlega verið svo þéttur, lítill hópur að enginn utanaðkomandi skipti máli.“ „Ógeðslegt“ handaband Trumps Turner er auk þess innt eftir því hvort hún hafi rekist á Donald Trump einhvern tímann á ferlinum. Hún segir svo vera og minnist þess raunar með hryllingi. „Já. Oj bara. Það er ógeðslegt að taka í höndina á honum,“ segir Turner og lýsir handabandinu á þann veg að Trump hafi strokið úlnliðinn á henni með vísifingri er hann tók í hönd hennar. Hafi forsetinn, sem þá var aðeins óbreyttur auðjöfur, geinilega talið aðferðina „seiðandi.“ Viðtal Vulture við Turner má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp Friends MeToo Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira