Ætla sér í úrslitaleik gegn Ajax Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2018 10:30 Þór/KA hefur leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. vísir/þórir Íslandsmeistarar Þórs/KA eru nú staddar í Norður-Írlandi þar sem þær munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur lið leika í riðli og kemst efsta lið riðilsins áfram í 32-liða úrslit keppninnar en Þór/KA hefur tvívegis leikið í Meistaradeild Evrópu og fór liðið í bæði skiptin beint í 32-liða úrslit. Þór/KA er í riðli með Norður-Írlandsmeisturum Linfield, Írlandsmeisturum Wexford Youths og hollenska stórveldinu Ajax sem kemur inn í keppnina sem bikarmeistari Hollands. Donni: Ætlum okkur áfram úr riðlinumDonni, þjálfari Þórs/KA.vísir/eyþórÁ heimasíðu Þórs má finna veglega upphitun fyrir keppnina þar sem meðal annars er ítarlegt viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, jafnan kallaður Donni. „Þetta verður mikil reynsla fyrir okkur öll. Fyrir Þór/KA, fyrir stelpurnar, fyrir mig og okkur öll sem standa að þessu. Þetta er búið að vera mikið ferli og mikið umstang fyrir þessa keppni. Þetta er stórt tækifæri fyrir leikmennina að sýna sig og verður án efa mjög gaman,“ segir Donni. Hann kveðst hafa kynnt sér andstæðingana vel og reiknar með Ajax sem sterkasta liðinu. „Við vitum mest um Ajax. Ég er með aðgang að mörgum leikjum hjá þeim. Þær eru sterkasta liðið, eru í efsta styrkleikaflokknum í riðlinum. Það verður klárlega erfiðasti leikurinn. Ef allt er eðlilegt verður það úrslitaleikurinn í riðlinum,“ segir Donni í samtali við Þórsport sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni. Leikið á gervigrasi í kvöldÞór/KA hefur leik í kvöld gegn heimakonum í Linfield og hefst leikurinn klukkan 18:30. Allir leikir riðlakeppninnar fara fram í höfuðborginni Belfast en í kvöld spilar Þór/KA á Seaview leikvangnum þar sem er gervigras. Völlurinn tekur tæplega 3500 manns í sæti.Á heimasíðu Þórs má einnig nálgast upphitunarpistla fyrir hvern leik. Þar segir jafnframt að til standi að sýna leikina beint í gegnum Youtube-síðu félagsins. Íslenski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Íslandsmeistarar Þórs/KA eru nú staddar í Norður-Írlandi þar sem þær munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur lið leika í riðli og kemst efsta lið riðilsins áfram í 32-liða úrslit keppninnar en Þór/KA hefur tvívegis leikið í Meistaradeild Evrópu og fór liðið í bæði skiptin beint í 32-liða úrslit. Þór/KA er í riðli með Norður-Írlandsmeisturum Linfield, Írlandsmeisturum Wexford Youths og hollenska stórveldinu Ajax sem kemur inn í keppnina sem bikarmeistari Hollands. Donni: Ætlum okkur áfram úr riðlinumDonni, þjálfari Þórs/KA.vísir/eyþórÁ heimasíðu Þórs má finna veglega upphitun fyrir keppnina þar sem meðal annars er ítarlegt viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, jafnan kallaður Donni. „Þetta verður mikil reynsla fyrir okkur öll. Fyrir Þór/KA, fyrir stelpurnar, fyrir mig og okkur öll sem standa að þessu. Þetta er búið að vera mikið ferli og mikið umstang fyrir þessa keppni. Þetta er stórt tækifæri fyrir leikmennina að sýna sig og verður án efa mjög gaman,“ segir Donni. Hann kveðst hafa kynnt sér andstæðingana vel og reiknar með Ajax sem sterkasta liðinu. „Við vitum mest um Ajax. Ég er með aðgang að mörgum leikjum hjá þeim. Þær eru sterkasta liðið, eru í efsta styrkleikaflokknum í riðlinum. Það verður klárlega erfiðasti leikurinn. Ef allt er eðlilegt verður það úrslitaleikurinn í riðlinum,“ segir Donni í samtali við Þórsport sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni. Leikið á gervigrasi í kvöldÞór/KA hefur leik í kvöld gegn heimakonum í Linfield og hefst leikurinn klukkan 18:30. Allir leikir riðlakeppninnar fara fram í höfuðborginni Belfast en í kvöld spilar Þór/KA á Seaview leikvangnum þar sem er gervigras. Völlurinn tekur tæplega 3500 manns í sæti.Á heimasíðu Þórs má einnig nálgast upphitunarpistla fyrir hvern leik. Þar segir jafnframt að til standi að sýna leikina beint í gegnum Youtube-síðu félagsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira