Bölvuð kaldhæðnin G. Pétur Matthíasson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bölvuð Vegagerðin Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun