Melania og Ivanka ósammála forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2018 19:34 Ivanka Trump og Melania Trump eru ekki alltaf sammála því sem Bandaríkjaforseti segir. Vísir/EPA Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær. Donald Trump Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær.
Donald Trump Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira