Dósent í viðskiptafræði segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 13:31 Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Vísir/Sigurjón Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira