Lífið er listi Sif Sigmarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 10:00 Einu sinni var lífið list. Nú er það listi. Óopinber endalok sumars eru handan hornsins. Að lokinni verslunarmannahelgi vaknar raunveruleikinn af sumardvala. Verkefni vetrarins skjóta frjóöngum, vaxa og verða að löngum listum: Það vantar nýja kuldaskó á börnin; er búið að skrá Siggu litlu á fótboltanámskeiðið og Jón litla í píanótímana? Yfirmaðurinn er kominn heim úr fríinu. Hann var að senda tölvupóst. Þarf að svara. Set það á listann. Hvar eru skólatöskurnar aftur? Síminn pípar. Sms. Stílabækurnar; hvað þarf að kaupa margar? Ekki gleyma blýöntunum. Síminn pípar. WhatsApp. Siggu er boðið í afmæli hjá Jónu. Beint í Kringluna. Ha, er mjólkin búin? Ókei: Afmælisgjöf, mjólk, brauð, bananar, ostur. Tölvupóstur. Yfirmaðurinn. Fundur á morgun. Set það á listann. Fréttirnar. Þarf að kíkja á fréttirnar. Og Facebook. Ekki gleyma Instagram. Skúra gólfið. Eru að koma jól? Gjafalisti. Jólakortin. Síminn pípar. Tölvupóstur. Þarf að svara. Set það á listann. Listinn. Hvar er listinn? Þarf að finna listann. Set það á listann. Umbun sýndarathafna Innkaupalistar. Minnislistar. Aðgerðalistar. Við þekkjum öll sæluna sem fylgir því að leysa verk af höndum; strika yfir atriði á lista. Rannsóknir sýna að í hvert sinn sem við ljúkum verkefni eykst magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Dópamín framkallar ánægju, veldur með okkur vellíðan og orsakar jafnvel sigurtilfinningu. Listar eru mikilvæg líflína á annasömum tímum. Þeir fleyta okkur gegnum daginn, halda okkur á floti. Eða það höldum við. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að listar séu þvert á móti þungt farg sem sökkvir okkur í hyldýpi tilgangsleysis og leiðir okkur á glapstigu. Fall okkar er falið í efnafræði ánægjunnar. Vegna gleðinnar sem það veitir okkur að klára verkefni sækjum við ítrekað í litlu og auðveldu verkin á aðgerðalistanum: svara tölvupósti, hringja símtal, halda fund. Könnun sem Microsoft gerði meðal skrifstofufólks í Bretlandi sýnir að 77% þess telur sig hafa átt árangursríkan dag hafi það ekki áorkað öðru en að svara öllum ólesnu tölvupóstunum í innhólfinu. Slíkur árangur er þó aðeins tálsýn. Því á meðan við sitjum við tölvuna í dópamín-vímu og svörum fleiri og fleiri tölvupóstum er eiginlegur afrakstur oft enginn. Í stað þess að byrja á stóru skáldsögunni förum við út í búð og kaupum nýja stílabók. Í stað þess að skrifa efnisgrein í hundrað síðna skýrslu höldum við fund. Í stað þess að forrita nokkrar línur af kóða í margra ára hugbúnaðarverkefni dútlum við með Post-it miða. Í stað þess að setjast niður og spjalla við börnin um daginn og veginn kaupum við handa þeim límmiðabók. Í stað þess að klára viðskiptaáætlunina endurskipuleggjum við aðgerðalistann. En hvernig getum við brotist undan þessari fíkn í tafarlausa umbun slíkra sýndarathafna? Á dánarbeðinum Ímyndum okkur að lífið sé dagatal. Við horfum inn í framtíðina. Hver einasti númeraði ferningur er tómur. Það er ekkert á dagskrá, við höfum ekkert að gera. Það er þetta viðhorf sem kemur okkur í klandur. Þegar við skráum fund í dagatalið teljum við okkur skipuleggja viðburð á tíma sem ekkert stóð til. Ferningurinn var jú tómur. Slíkt er rökvilla. Þegar við skráum fund í dagatalið stelum við stund frá stóru verkefnunum: Skáldsögunni sem á að skrifa, forritinu sem stendur til að smíða, börnunum sem þarf að koma til manns. Því dagatalið er aldrei tómt. Það er fullt af lífi – það er fullt af lífi þangað til við kaffærum það í svo mörgum sýndarathöfnum að ekki gefst tími til að horfa á sólarlagið, lesa bók, fara í fjallgönguna, veiðiferðina, matarboðið, göngutúrinn?… Á dánarbeðinum mun enginn líta til baka og hugsa til þess með stolti að hafa svarað öllum tölvupóstunum í innhólfinu áður en kallið kom. Njótið verslunarmannahelgarinnar, kæru landsmenn – og munið þegar þið snúið til baka í veruleika listanna að fríi loknu að það er aðeins einn listi sem skiptir máli. Sá listi kallast lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Einu sinni var lífið list. Nú er það listi. Óopinber endalok sumars eru handan hornsins. Að lokinni verslunarmannahelgi vaknar raunveruleikinn af sumardvala. Verkefni vetrarins skjóta frjóöngum, vaxa og verða að löngum listum: Það vantar nýja kuldaskó á börnin; er búið að skrá Siggu litlu á fótboltanámskeiðið og Jón litla í píanótímana? Yfirmaðurinn er kominn heim úr fríinu. Hann var að senda tölvupóst. Þarf að svara. Set það á listann. Hvar eru skólatöskurnar aftur? Síminn pípar. Sms. Stílabækurnar; hvað þarf að kaupa margar? Ekki gleyma blýöntunum. Síminn pípar. WhatsApp. Siggu er boðið í afmæli hjá Jónu. Beint í Kringluna. Ha, er mjólkin búin? Ókei: Afmælisgjöf, mjólk, brauð, bananar, ostur. Tölvupóstur. Yfirmaðurinn. Fundur á morgun. Set það á listann. Fréttirnar. Þarf að kíkja á fréttirnar. Og Facebook. Ekki gleyma Instagram. Skúra gólfið. Eru að koma jól? Gjafalisti. Jólakortin. Síminn pípar. Tölvupóstur. Þarf að svara. Set það á listann. Listinn. Hvar er listinn? Þarf að finna listann. Set það á listann. Umbun sýndarathafna Innkaupalistar. Minnislistar. Aðgerðalistar. Við þekkjum öll sæluna sem fylgir því að leysa verk af höndum; strika yfir atriði á lista. Rannsóknir sýna að í hvert sinn sem við ljúkum verkefni eykst magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Dópamín framkallar ánægju, veldur með okkur vellíðan og orsakar jafnvel sigurtilfinningu. Listar eru mikilvæg líflína á annasömum tímum. Þeir fleyta okkur gegnum daginn, halda okkur á floti. Eða það höldum við. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að listar séu þvert á móti þungt farg sem sökkvir okkur í hyldýpi tilgangsleysis og leiðir okkur á glapstigu. Fall okkar er falið í efnafræði ánægjunnar. Vegna gleðinnar sem það veitir okkur að klára verkefni sækjum við ítrekað í litlu og auðveldu verkin á aðgerðalistanum: svara tölvupósti, hringja símtal, halda fund. Könnun sem Microsoft gerði meðal skrifstofufólks í Bretlandi sýnir að 77% þess telur sig hafa átt árangursríkan dag hafi það ekki áorkað öðru en að svara öllum ólesnu tölvupóstunum í innhólfinu. Slíkur árangur er þó aðeins tálsýn. Því á meðan við sitjum við tölvuna í dópamín-vímu og svörum fleiri og fleiri tölvupóstum er eiginlegur afrakstur oft enginn. Í stað þess að byrja á stóru skáldsögunni förum við út í búð og kaupum nýja stílabók. Í stað þess að skrifa efnisgrein í hundrað síðna skýrslu höldum við fund. Í stað þess að forrita nokkrar línur af kóða í margra ára hugbúnaðarverkefni dútlum við með Post-it miða. Í stað þess að setjast niður og spjalla við börnin um daginn og veginn kaupum við handa þeim límmiðabók. Í stað þess að klára viðskiptaáætlunina endurskipuleggjum við aðgerðalistann. En hvernig getum við brotist undan þessari fíkn í tafarlausa umbun slíkra sýndarathafna? Á dánarbeðinum Ímyndum okkur að lífið sé dagatal. Við horfum inn í framtíðina. Hver einasti númeraði ferningur er tómur. Það er ekkert á dagskrá, við höfum ekkert að gera. Það er þetta viðhorf sem kemur okkur í klandur. Þegar við skráum fund í dagatalið teljum við okkur skipuleggja viðburð á tíma sem ekkert stóð til. Ferningurinn var jú tómur. Slíkt er rökvilla. Þegar við skráum fund í dagatalið stelum við stund frá stóru verkefnunum: Skáldsögunni sem á að skrifa, forritinu sem stendur til að smíða, börnunum sem þarf að koma til manns. Því dagatalið er aldrei tómt. Það er fullt af lífi – það er fullt af lífi þangað til við kaffærum það í svo mörgum sýndarathöfnum að ekki gefst tími til að horfa á sólarlagið, lesa bók, fara í fjallgönguna, veiðiferðina, matarboðið, göngutúrinn?… Á dánarbeðinum mun enginn líta til baka og hugsa til þess með stolti að hafa svarað öllum tölvupóstunum í innhólfinu áður en kallið kom. Njótið verslunarmannahelgarinnar, kæru landsmenn – og munið þegar þið snúið til baka í veruleika listanna að fríi loknu að það er aðeins einn listi sem skiptir máli. Sá listi kallast lífið.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun