Skutlari grunaður um margvisleg brot Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 07:17 Skutlarinn var með áfengi í bílnum sem talið er að hann hafi ætlað að selja. Vísir/Getty Lögreglan hafði hendur í hári svokallaðs skutlara í nótt sem ekið hafði á miklum hraða eftir Kringlumýrarbraut. Í skeyti lögreglunnar kemur fram ökumaðurinn, sem ók fólki gegn gjaldi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, hafi einnig verið með áfengi í bílnum. Lögreglu grunar að hann hafi ætlað sér að selja áfengið og verður hann því ekki aðeins sektaður fyrir að aka á 107 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst og að skutlast með fólk - heldur einnig ólöglega áfengissölu. Þá segir í skeyti lögreglunnar að hann sé einnig grunaður um fleiri brot, án þess þó að þau séu nefnd sérstaklega. Nóttin var annars frekar erilsöm hjá lögreglu. Fjöldi ökumanna var stövaður vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna; tveir ökumenn ollu tjóni með háskalegum akstri og bifhjólamaður ók á bifreið og reyndi síðan að stinga af. Þá rotuðust tveir einstaklingar í gærkvöld. Annars vegar var um að ræða hjólreiðamann sem steypist fram fyrir sig og hins vegar einstaklingur sem fipast hafði í hjólastólnum sínum og datt með hnakkann í gólfið. Báðir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Þá fór þjófur inn í herbergi erlends ferðamanns, sem dvalið hafði á gistiheimili í borginni, og lét greipar sópa. Er hann meðal annars sagður hafa tekið veski ferðamannsins, sem tókst þó að skila þegar lögreglan handtók þjófinn. Hann hefur mátt dúsa í fangaklefa í nótt. Lögreglumál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Lögreglan hafði hendur í hári svokallaðs skutlara í nótt sem ekið hafði á miklum hraða eftir Kringlumýrarbraut. Í skeyti lögreglunnar kemur fram ökumaðurinn, sem ók fólki gegn gjaldi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, hafi einnig verið með áfengi í bílnum. Lögreglu grunar að hann hafi ætlað sér að selja áfengið og verður hann því ekki aðeins sektaður fyrir að aka á 107 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst og að skutlast með fólk - heldur einnig ólöglega áfengissölu. Þá segir í skeyti lögreglunnar að hann sé einnig grunaður um fleiri brot, án þess þó að þau séu nefnd sérstaklega. Nóttin var annars frekar erilsöm hjá lögreglu. Fjöldi ökumanna var stövaður vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna; tveir ökumenn ollu tjóni með háskalegum akstri og bifhjólamaður ók á bifreið og reyndi síðan að stinga af. Þá rotuðust tveir einstaklingar í gærkvöld. Annars vegar var um að ræða hjólreiðamann sem steypist fram fyrir sig og hins vegar einstaklingur sem fipast hafði í hjólastólnum sínum og datt með hnakkann í gólfið. Báðir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Þá fór þjófur inn í herbergi erlends ferðamanns, sem dvalið hafði á gistiheimili í borginni, og lét greipar sópa. Er hann meðal annars sagður hafa tekið veski ferðamannsins, sem tókst þó að skila þegar lögreglan handtók þjófinn. Hann hefur mátt dúsa í fangaklefa í nótt.
Lögreglumál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira