Mamma Mia myndum skákað af Titanic einni Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Andy Garcia og Cher á heimsfrumsýningu nýju myndarinnar. Vísir/epa Mamma Mia æði þjóðarinnar virðist engan enda ætla að taka. Þannig hafa um 42 þúsund manns séð framhaldsmyndina Mamma Mia! Here we go again. Myndin var frumsýnd þann 18. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðsóknartölur eiga eftir að aukast enn frekar. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, markaðsstjóra hjá Myndformi sem er dreifingaraðili myndarinnar á Íslandi, er hún komin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins. Aðeins Avengers: Infinity War með 57 þúsund gesti og Incredibles 2 með 48 þúsund eru fyrir ofan það sem af er ári. „Við erum afar ánægð með þessa góðu byrjun og við væntum þess að myndin haldi áfram að gera mjög vel. Við erum bjartsýn á að hún nái sömu hæðum og fyrri myndin,“ segir Sandra. Hún bendir þó á að aðsóknin á framhaldsmyndina hafi verið meiri en á fyrri myndina fyrstu helgina sem þær hafi verið í sýningum. Þegar 30 þúsund manns höfðu séð fyrri myndina, höfðu á sama tíma 36 þúsund séð framhaldsmyndina. Alls sáu 119 þúsund manns fyrri myndina sem hét einfaldlega Mamma Mia!. Hún var frumsýnd sumarið 2008. Er hún að sögn Söndru önnur aðsóknarmesta myndin frá upphafi hérlendis og sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf segist Sandra afar ánægð með nýju myndina.„Þetta er hugljúf saga og yndisleg mynd. Hún heldur alveg sama fíling og fyrri myndin. Maður er oft hræddur um svona framhaldsmyndir en það var ástæðulaust í þessu tilviki.“ Hún segist þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi séð fyrri myndina oft, jafnvel fjórum sinnum. „Ég er farin að heyra af því með þessa mynd að sumir eru byrjaðir að fara aftur. Svo heyrir maður af heilu konuhópunum og saumaklúbbunum sem fjölmenna. Stundum fá karlarnir að laumast með.“ Líkt og gert var með fyrri myndina stendur til að halda sérstakar sing-a-long sýningar þar sem gestir eru hvattir til að syngja með ABBA-lögunum sem eru ófá í myndinni. „Það styttist í það og við byrjum væntanlega síðar í ágúst. Eins og síðast munum við gera þetta í samstarfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista og jógakennara.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Mamma Mia æði þjóðarinnar virðist engan enda ætla að taka. Þannig hafa um 42 þúsund manns séð framhaldsmyndina Mamma Mia! Here we go again. Myndin var frumsýnd þann 18. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðsóknartölur eiga eftir að aukast enn frekar. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, markaðsstjóra hjá Myndformi sem er dreifingaraðili myndarinnar á Íslandi, er hún komin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins. Aðeins Avengers: Infinity War með 57 þúsund gesti og Incredibles 2 með 48 þúsund eru fyrir ofan það sem af er ári. „Við erum afar ánægð með þessa góðu byrjun og við væntum þess að myndin haldi áfram að gera mjög vel. Við erum bjartsýn á að hún nái sömu hæðum og fyrri myndin,“ segir Sandra. Hún bendir þó á að aðsóknin á framhaldsmyndina hafi verið meiri en á fyrri myndina fyrstu helgina sem þær hafi verið í sýningum. Þegar 30 þúsund manns höfðu séð fyrri myndina, höfðu á sama tíma 36 þúsund séð framhaldsmyndina. Alls sáu 119 þúsund manns fyrri myndina sem hét einfaldlega Mamma Mia!. Hún var frumsýnd sumarið 2008. Er hún að sögn Söndru önnur aðsóknarmesta myndin frá upphafi hérlendis og sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf segist Sandra afar ánægð með nýju myndina.„Þetta er hugljúf saga og yndisleg mynd. Hún heldur alveg sama fíling og fyrri myndin. Maður er oft hræddur um svona framhaldsmyndir en það var ástæðulaust í þessu tilviki.“ Hún segist þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi séð fyrri myndina oft, jafnvel fjórum sinnum. „Ég er farin að heyra af því með þessa mynd að sumir eru byrjaðir að fara aftur. Svo heyrir maður af heilu konuhópunum og saumaklúbbunum sem fjölmenna. Stundum fá karlarnir að laumast með.“ Líkt og gert var með fyrri myndina stendur til að halda sérstakar sing-a-long sýningar þar sem gestir eru hvattir til að syngja með ABBA-lögunum sem eru ófá í myndinni. „Það styttist í það og við byrjum væntanlega síðar í ágúst. Eins og síðast munum við gera þetta í samstarfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista og jógakennara.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira