Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 15:24 Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi, segir svar sitt við spurningu um félagslegt húsnæði í kosningaprófi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ekki stangast á við stefnu minnihlutans í málefnum heimilislausra nú. Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og varaþingmaður Pírata, vakti athygli á umræddu svari Eyþórs á Twitter-reikningi sínum í dag. Líkt og fjölmargir aðrir frambjóðendur tók Eyþór kosningapróf RÚV í vor og tók þar afstöðu til ýmissa mála. Í prófinu lýsti Eyþór sig algjörlega ósammála eftirfarandi fullyrðingu: „Sveitarfélagið á að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis.“Samkvæmt kosningaprófi RÚV var Eyþór Arnalds andvígur auknu félagslegu húsnæði. Hann svaraði prófinu sjálfur eins og aðrir frambjóðendur. Hann er mjög andvígur. Þessvegna er ég mjög ósannfærður um áhuga hans á málefnum heimilislausra. pic.twitter.com/oqfW539ekG— Snæbjörn (@artybjorn) August 1, 2018 Þótti svar Eyþórs ekki koma heim og saman við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum nú. Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur flokkurinn, ásamt hinum flokkum minnihlutans í borgarstjórn, gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir að hafa hundsað bága stöðu heimilislausra og félagslegs húsnæðis í Reykjavík um langa hríð. Aðspurður segir Eyþór að svar sitt í kosningaprófinu stangist ekki á við gagnrýni Sjálfstæðisflokksins. „Nei alls ekki, vegna þess að við viljum breyta kerfinu en ekki stækka það sem ekki virkar.“Skjáskot af svari Eyþórs við spurningu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV.Skjáskot/RÚVUm ástæður þess að hann sagðist svo ósammála uppbyggingu félagslegs húsnæðis segir Eyþór að henn leggi höfuðáherslu á að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir sem flesta í Reykjavík. „Félagsleg úrræði eru oft neyðarúrræði og mér finnst áherslan á að fjölga í kerfinu ekki vera aðalatriðið heldur að koma í veg fyrir að fólk lendi í félagslega kerfinu, þess vegna setti ég það ofar.“Sjá einnig: Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Í þessu samhengi þurfi einnig að hjálpa fólki að komast út úr félagslega kerfinu, sem Eyþóri þykir ábótavant hjá Reykjavíkurborg. „Það er kannski hin ástæðan fyrir því að þetta var ekki sett efst á listann.“ Þá bætir Eyþór við að heimilislausum hafi fjölgað um 95 prósent á örfáum árum og þetta fólk vanti ódýrari úrræði en í boði eru. „Því að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi sett svona mikinn pening í félagslegt húsnæði þá er vandinn mestur í Reykjavík. Þannig að það er eitthvað annað að,“ segir Eyþór. Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi, segir svar sitt við spurningu um félagslegt húsnæði í kosningaprófi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ekki stangast á við stefnu minnihlutans í málefnum heimilislausra nú. Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og varaþingmaður Pírata, vakti athygli á umræddu svari Eyþórs á Twitter-reikningi sínum í dag. Líkt og fjölmargir aðrir frambjóðendur tók Eyþór kosningapróf RÚV í vor og tók þar afstöðu til ýmissa mála. Í prófinu lýsti Eyþór sig algjörlega ósammála eftirfarandi fullyrðingu: „Sveitarfélagið á að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis.“Samkvæmt kosningaprófi RÚV var Eyþór Arnalds andvígur auknu félagslegu húsnæði. Hann svaraði prófinu sjálfur eins og aðrir frambjóðendur. Hann er mjög andvígur. Þessvegna er ég mjög ósannfærður um áhuga hans á málefnum heimilislausra. pic.twitter.com/oqfW539ekG— Snæbjörn (@artybjorn) August 1, 2018 Þótti svar Eyþórs ekki koma heim og saman við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum nú. Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur flokkurinn, ásamt hinum flokkum minnihlutans í borgarstjórn, gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir að hafa hundsað bága stöðu heimilislausra og félagslegs húsnæðis í Reykjavík um langa hríð. Aðspurður segir Eyþór að svar sitt í kosningaprófinu stangist ekki á við gagnrýni Sjálfstæðisflokksins. „Nei alls ekki, vegna þess að við viljum breyta kerfinu en ekki stækka það sem ekki virkar.“Skjáskot af svari Eyþórs við spurningu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV.Skjáskot/RÚVUm ástæður þess að hann sagðist svo ósammála uppbyggingu félagslegs húsnæðis segir Eyþór að henn leggi höfuðáherslu á að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir sem flesta í Reykjavík. „Félagsleg úrræði eru oft neyðarúrræði og mér finnst áherslan á að fjölga í kerfinu ekki vera aðalatriðið heldur að koma í veg fyrir að fólk lendi í félagslega kerfinu, þess vegna setti ég það ofar.“Sjá einnig: Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Í þessu samhengi þurfi einnig að hjálpa fólki að komast út úr félagslega kerfinu, sem Eyþóri þykir ábótavant hjá Reykjavíkurborg. „Það er kannski hin ástæðan fyrir því að þetta var ekki sett efst á listann.“ Þá bætir Eyþór við að heimilislausum hafi fjölgað um 95 prósent á örfáum árum og þetta fólk vanti ódýrari úrræði en í boði eru. „Því að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi sett svona mikinn pening í félagslegt húsnæði þá er vandinn mestur í Reykjavík. Þannig að það er eitthvað annað að,“ segir Eyþór.
Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06