Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 15:24 Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi, segir svar sitt við spurningu um félagslegt húsnæði í kosningaprófi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ekki stangast á við stefnu minnihlutans í málefnum heimilislausra nú. Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og varaþingmaður Pírata, vakti athygli á umræddu svari Eyþórs á Twitter-reikningi sínum í dag. Líkt og fjölmargir aðrir frambjóðendur tók Eyþór kosningapróf RÚV í vor og tók þar afstöðu til ýmissa mála. Í prófinu lýsti Eyþór sig algjörlega ósammála eftirfarandi fullyrðingu: „Sveitarfélagið á að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis.“Samkvæmt kosningaprófi RÚV var Eyþór Arnalds andvígur auknu félagslegu húsnæði. Hann svaraði prófinu sjálfur eins og aðrir frambjóðendur. Hann er mjög andvígur. Þessvegna er ég mjög ósannfærður um áhuga hans á málefnum heimilislausra. pic.twitter.com/oqfW539ekG— Snæbjörn (@artybjorn) August 1, 2018 Þótti svar Eyþórs ekki koma heim og saman við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum nú. Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur flokkurinn, ásamt hinum flokkum minnihlutans í borgarstjórn, gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir að hafa hundsað bága stöðu heimilislausra og félagslegs húsnæðis í Reykjavík um langa hríð. Aðspurður segir Eyþór að svar sitt í kosningaprófinu stangist ekki á við gagnrýni Sjálfstæðisflokksins. „Nei alls ekki, vegna þess að við viljum breyta kerfinu en ekki stækka það sem ekki virkar.“Skjáskot af svari Eyþórs við spurningu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV.Skjáskot/RÚVUm ástæður þess að hann sagðist svo ósammála uppbyggingu félagslegs húsnæðis segir Eyþór að henn leggi höfuðáherslu á að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir sem flesta í Reykjavík. „Félagsleg úrræði eru oft neyðarúrræði og mér finnst áherslan á að fjölga í kerfinu ekki vera aðalatriðið heldur að koma í veg fyrir að fólk lendi í félagslega kerfinu, þess vegna setti ég það ofar.“Sjá einnig: Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Í þessu samhengi þurfi einnig að hjálpa fólki að komast út úr félagslega kerfinu, sem Eyþóri þykir ábótavant hjá Reykjavíkurborg. „Það er kannski hin ástæðan fyrir því að þetta var ekki sett efst á listann.“ Þá bætir Eyþór við að heimilislausum hafi fjölgað um 95 prósent á örfáum árum og þetta fólk vanti ódýrari úrræði en í boði eru. „Því að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi sett svona mikinn pening í félagslegt húsnæði þá er vandinn mestur í Reykjavík. Þannig að það er eitthvað annað að,“ segir Eyþór. Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi, segir svar sitt við spurningu um félagslegt húsnæði í kosningaprófi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ekki stangast á við stefnu minnihlutans í málefnum heimilislausra nú. Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og varaþingmaður Pírata, vakti athygli á umræddu svari Eyþórs á Twitter-reikningi sínum í dag. Líkt og fjölmargir aðrir frambjóðendur tók Eyþór kosningapróf RÚV í vor og tók þar afstöðu til ýmissa mála. Í prófinu lýsti Eyþór sig algjörlega ósammála eftirfarandi fullyrðingu: „Sveitarfélagið á að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis.“Samkvæmt kosningaprófi RÚV var Eyþór Arnalds andvígur auknu félagslegu húsnæði. Hann svaraði prófinu sjálfur eins og aðrir frambjóðendur. Hann er mjög andvígur. Þessvegna er ég mjög ósannfærður um áhuga hans á málefnum heimilislausra. pic.twitter.com/oqfW539ekG— Snæbjörn (@artybjorn) August 1, 2018 Þótti svar Eyþórs ekki koma heim og saman við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum nú. Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur flokkurinn, ásamt hinum flokkum minnihlutans í borgarstjórn, gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir að hafa hundsað bága stöðu heimilislausra og félagslegs húsnæðis í Reykjavík um langa hríð. Aðspurður segir Eyþór að svar sitt í kosningaprófinu stangist ekki á við gagnrýni Sjálfstæðisflokksins. „Nei alls ekki, vegna þess að við viljum breyta kerfinu en ekki stækka það sem ekki virkar.“Skjáskot af svari Eyþórs við spurningu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV.Skjáskot/RÚVUm ástæður þess að hann sagðist svo ósammála uppbyggingu félagslegs húsnæðis segir Eyþór að henn leggi höfuðáherslu á að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir sem flesta í Reykjavík. „Félagsleg úrræði eru oft neyðarúrræði og mér finnst áherslan á að fjölga í kerfinu ekki vera aðalatriðið heldur að koma í veg fyrir að fólk lendi í félagslega kerfinu, þess vegna setti ég það ofar.“Sjá einnig: Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Í þessu samhengi þurfi einnig að hjálpa fólki að komast út úr félagslega kerfinu, sem Eyþóri þykir ábótavant hjá Reykjavíkurborg. „Það er kannski hin ástæðan fyrir því að þetta var ekki sett efst á listann.“ Þá bætir Eyþór við að heimilislausum hafi fjölgað um 95 prósent á örfáum árum og þetta fólk vanti ódýrari úrræði en í boði eru. „Því að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi sett svona mikinn pening í félagslegt húsnæði þá er vandinn mestur í Reykjavík. Þannig að það er eitthvað annað að,“ segir Eyþór.
Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06