Stjarnan tapaði fyrri leiknum 2-0 en eftir að staðan var markalaust í hálfleik settu gestirnir frá Danmörku í fluggír í þeim síðari og skoruðu tvö mörk.
Heimasíða FCK ákvað að fá fjóra leikmenn; Mads Roerslev, Jonas Wind, Carlo Holse og Max Christensen til þess að leika eftir eitt frægasta fagn Stjörnumanna, sjálft fiskifagnið.
Fagnið vakti mikla athygli á sínum tíma og rúm milljón horfði á myndbandið á veraldarvefnum. Fleiri fögn Stjörnunnar vöktu einnig athygi en þetta sló í gegn.
Afrakstur FCK má sjá hér að neðan en leikur liðanna hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma annað kvöld. Leiknum verður lýst á Vísi.