Þrjár ár að detta í 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2018 09:00 Mynd: Heiðar Valur Bergmann Laxveiðin á vesturlandi og í Rangánum hefur haldið sumrinu uppi á meðan veiðin fyrir norðan er heldur dræm. Í síðustu viku þegar tölur Landssambands Veiðifélaga voru uppfærðar voru fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa múrinn. Þverá og Kjarrá voru á toppnum með 1.817 laxa og 2.000 laxa múrinn líklega rofinn en við fáum það staðfest í dag. Áin nær því marki engu að síður og ef ágúst er góður má reikna með að hún endi í 2.500 - 2.600 löxum sem er afbragðsveiði. Norðurá var með 1.231 lax, Ytri Rangá með 1.114 laxa en veiðin þar hefur verið góð síðustu daga sem og í systuránni Eystri Rangá sem er líklegur hástökkvari vikunnar. Miðfjarðará er síðan með 1.058 laxa en ágúst hefur gjarnan verið afar drjúgur þar á bæ. Næstu ár sem eru við 1.000 laxa múrinn er Urriðafoss sem var með 955 laxa í síðustu viku en vikuveiðin þar hefur heldur minnkað þó veiðin sé ennþá ágæt svo þetta spútnik svæði fer yfir 1.000. Haffjarðará er komin yfir 1.000 en við höfum ekki fengið töluna staðfesta en sjáum hana eins og allir á vef www.angling.is í kvöld. Langá er svo næsta á og líklega sú síðasta á þessum lista sem er að fara yfir 1.000 laxa en það gerist líklega í dag. Takan á vesturlandi datt mikið niður í veðrabreytingum gærdagsins og dæmi eru um að vaktir á 12 stangir hafi ekki skilað nema 5-6 löxum í ám sem eru fullar af laxi. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Laxveiðin á vesturlandi og í Rangánum hefur haldið sumrinu uppi á meðan veiðin fyrir norðan er heldur dræm. Í síðustu viku þegar tölur Landssambands Veiðifélaga voru uppfærðar voru fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa múrinn. Þverá og Kjarrá voru á toppnum með 1.817 laxa og 2.000 laxa múrinn líklega rofinn en við fáum það staðfest í dag. Áin nær því marki engu að síður og ef ágúst er góður má reikna með að hún endi í 2.500 - 2.600 löxum sem er afbragðsveiði. Norðurá var með 1.231 lax, Ytri Rangá með 1.114 laxa en veiðin þar hefur verið góð síðustu daga sem og í systuránni Eystri Rangá sem er líklegur hástökkvari vikunnar. Miðfjarðará er síðan með 1.058 laxa en ágúst hefur gjarnan verið afar drjúgur þar á bæ. Næstu ár sem eru við 1.000 laxa múrinn er Urriðafoss sem var með 955 laxa í síðustu viku en vikuveiðin þar hefur heldur minnkað þó veiðin sé ennþá ágæt svo þetta spútnik svæði fer yfir 1.000. Haffjarðará er komin yfir 1.000 en við höfum ekki fengið töluna staðfesta en sjáum hana eins og allir á vef www.angling.is í kvöld. Langá er svo næsta á og líklega sú síðasta á þessum lista sem er að fara yfir 1.000 laxa en það gerist líklega í dag. Takan á vesturlandi datt mikið niður í veðrabreytingum gærdagsins og dæmi eru um að vaktir á 12 stangir hafi ekki skilað nema 5-6 löxum í ám sem eru fullar af laxi.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði