Ökumaður sendiráðs braut lög með neyðarakstri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira