CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 09:35 Kortinu hefur verið dreift víða á netinu síðan í gær og vakið athygli. Vísir/CNN Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. Meðfylgjandi mynd sýnir kort sem CNN birti í gær, þar kemur fram hvaða fyrirtæki framleiddi sprengjurnar í hverju tilfelli. Heimildamenn CNN fullyrða að þessar sprengjur hefðu aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á valdatíð Baracks Obama. Bandarískir hermenn festa tölvukubba og GPS búnað á MK82 sprengjur til að breyta þeim í snjallsprengjur.U.S. NavyUm er að ræða 230 kílógramma „snjallsprengjur“. Raunar eru þetta í grunninn hefðbundnar sprengjur af gerðinni MK82 sem voru fyrst notaðar í Víetnam stríðinu. Munurinn er að búið er að bæta við þær GPS kerfi og tölvubúnaði sem þýðir að hægt er að stýra sprengjunum af mikilli nákvæmni. Sádar vörpuðu slíkri sprengju á jarðarfaragesti í Jemen árið 2016, með þeim afleiðingum að 155 almennir borgarar fórust. Nokkrum mánuðum áður höfðu 97 almennir borgarar farist eftir að sprengja af sömu gerð féll á útimarkað. Eftir þetta mikla mannfall ákvað ríkisstjórn Obama að stöðva sölu á þessum sprengjum til Sádí Arabíu. Rúmu ári seinna ákvað Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, að afturkalla ákvörðun Obama og auka aftur vopnasölu til Sáda. Í kjölfarið vörpuðu Sádar MK82 sprengju á skólarútu með þeim afleiðingum að á fimmta tug barna lét lífið. CNN bendir á að James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn aðstoði Sáda við að velja skotmörk til að varpa sprengjum á í Jemen. Í ljósi þessara upplýsinga segir CNN að heimildarmenn sínir innan stjórnkerfisins telji Bandaríkin bera einhverskonar siðferðislega ábyrgð á barnsmorðum og öðrum stríðsglæpum Sáda í Jemen. Jemen Tengdar fréttir Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00 CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. Meðfylgjandi mynd sýnir kort sem CNN birti í gær, þar kemur fram hvaða fyrirtæki framleiddi sprengjurnar í hverju tilfelli. Heimildamenn CNN fullyrða að þessar sprengjur hefðu aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á valdatíð Baracks Obama. Bandarískir hermenn festa tölvukubba og GPS búnað á MK82 sprengjur til að breyta þeim í snjallsprengjur.U.S. NavyUm er að ræða 230 kílógramma „snjallsprengjur“. Raunar eru þetta í grunninn hefðbundnar sprengjur af gerðinni MK82 sem voru fyrst notaðar í Víetnam stríðinu. Munurinn er að búið er að bæta við þær GPS kerfi og tölvubúnaði sem þýðir að hægt er að stýra sprengjunum af mikilli nákvæmni. Sádar vörpuðu slíkri sprengju á jarðarfaragesti í Jemen árið 2016, með þeim afleiðingum að 155 almennir borgarar fórust. Nokkrum mánuðum áður höfðu 97 almennir borgarar farist eftir að sprengja af sömu gerð féll á útimarkað. Eftir þetta mikla mannfall ákvað ríkisstjórn Obama að stöðva sölu á þessum sprengjum til Sádí Arabíu. Rúmu ári seinna ákvað Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, að afturkalla ákvörðun Obama og auka aftur vopnasölu til Sáda. Í kjölfarið vörpuðu Sádar MK82 sprengju á skólarútu með þeim afleiðingum að á fimmta tug barna lét lífið. CNN bendir á að James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn aðstoði Sáda við að velja skotmörk til að varpa sprengjum á í Jemen. Í ljósi þessara upplýsinga segir CNN að heimildarmenn sínir innan stjórnkerfisins telji Bandaríkin bera einhverskonar siðferðislega ábyrgð á barnsmorðum og öðrum stríðsglæpum Sáda í Jemen.
Jemen Tengdar fréttir Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00 CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30