Verður Reykjanesbær fjórða stærsta sveitarfélagið fyrir árslok? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 20:00 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla íbúafjölgun á svæðinu á undanförnum misserum hafa orðið til þess að bæjaryfirvöld þurfi að keppast við að halda í við uppbyggingu leik- og grunnskóla og annarrar þjónustu. Hann spáir því að sveitarfélagið verði orðið það fjórða stærsta undir lok árs. Ekki er langt síðan Suðurnes voru umfjöllunarefni fjölmiðla eftir brotthvarf Varnarliðsins 2006 og afleiðinga efnahagshrunsins en atvinnuleysi á svæðinu var á tímabili meira en 15%. Algjör viðsnúningur hefur orðið á svæðinu. Íbúafjölgun hefur verið gríðarleg í Reykjanesbæ, sérstaklega frá árinu 2015. Árið 2008 bjuggu tæplega sex hundruð íbúar á Ásbrú en voru komnir yfir tvö þúsund í fyrra.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/Einar„Það sem veldur er mikil eftirspurn eftir vinnuafli í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Framan af var þetta vegna þess að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á góðu verði í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Nú er það allt uppurið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Á síðasta áru voru íbúar á Suðurnesjum um 25.000 og hafði þá fjölgað um fjögur þúsund frá árinu 2011. Mest hefur fjölgunin verið í Rekjanesbæ eða um 8% á ári tvö síðustu ár, og var íbúafjöldinn um 17.300 í fyrra. Nú er fjöldinn kominn yfir 18.500 og stöðug eftirspurn er eftir vinnuafli á svæðinu. „Núna vantar alls staðar fólk og þetta er allt annað umhverfi sem við erum í. Nú erum við að keppast við að halda í við uppbyggingu á ýmsum stöðum, leik- og grunnskólum, gatnakerfi og nýjum hverfum á meðan að við úthlutuðum ekki einni einustu lóð 2009, 2010 og 2011," segir Kjartan. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Ásbú í síðustu viku og hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða 70 börn og nokkur á biðlista. Starfandi leikskólastjóri segir mun meiri stöðugleika í bæjarfélaginu en áður og það sjáist best á innviðunum.Katrín lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási á ÁsbrúVísir/Stöð 2„Þegar ég kom hingað fyrst þá voru börn kannski í leikskólanum í ein mánuð og svo voru þau farin núna er þetta meira að börnin séu að koma,“ segir Katrín Lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási. Kjartan segir bæjaryfirvöld keppast við að halda innviðum bæjarfélagsins uppi í takt við þessa öru þróun en að best væri ef fjölgunin hefði verið aðeins jafnari. „Reykjanesbær er og hefur verið mjög lengi fimmta stærsta sveitarfélag landsins á eftir Akureyri en það er mjög stutt í það að, með sama áframhaldi, að við verðum orðin fjórða stærsta sveitarfélag landsins og ég myndi spá því fyrir árslok,“ segir Kjartan. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla íbúafjölgun á svæðinu á undanförnum misserum hafa orðið til þess að bæjaryfirvöld þurfi að keppast við að halda í við uppbyggingu leik- og grunnskóla og annarrar þjónustu. Hann spáir því að sveitarfélagið verði orðið það fjórða stærsta undir lok árs. Ekki er langt síðan Suðurnes voru umfjöllunarefni fjölmiðla eftir brotthvarf Varnarliðsins 2006 og afleiðinga efnahagshrunsins en atvinnuleysi á svæðinu var á tímabili meira en 15%. Algjör viðsnúningur hefur orðið á svæðinu. Íbúafjölgun hefur verið gríðarleg í Reykjanesbæ, sérstaklega frá árinu 2015. Árið 2008 bjuggu tæplega sex hundruð íbúar á Ásbrú en voru komnir yfir tvö þúsund í fyrra.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/Einar„Það sem veldur er mikil eftirspurn eftir vinnuafli í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Framan af var þetta vegna þess að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á góðu verði í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Nú er það allt uppurið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Á síðasta áru voru íbúar á Suðurnesjum um 25.000 og hafði þá fjölgað um fjögur þúsund frá árinu 2011. Mest hefur fjölgunin verið í Rekjanesbæ eða um 8% á ári tvö síðustu ár, og var íbúafjöldinn um 17.300 í fyrra. Nú er fjöldinn kominn yfir 18.500 og stöðug eftirspurn er eftir vinnuafli á svæðinu. „Núna vantar alls staðar fólk og þetta er allt annað umhverfi sem við erum í. Nú erum við að keppast við að halda í við uppbyggingu á ýmsum stöðum, leik- og grunnskólum, gatnakerfi og nýjum hverfum á meðan að við úthlutuðum ekki einni einustu lóð 2009, 2010 og 2011," segir Kjartan. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Ásbú í síðustu viku og hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða 70 börn og nokkur á biðlista. Starfandi leikskólastjóri segir mun meiri stöðugleika í bæjarfélaginu en áður og það sjáist best á innviðunum.Katrín lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási á ÁsbrúVísir/Stöð 2„Þegar ég kom hingað fyrst þá voru börn kannski í leikskólanum í ein mánuð og svo voru þau farin núna er þetta meira að börnin séu að koma,“ segir Katrín Lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási. Kjartan segir bæjaryfirvöld keppast við að halda innviðum bæjarfélagsins uppi í takt við þessa öru þróun en að best væri ef fjölgunin hefði verið aðeins jafnari. „Reykjanesbær er og hefur verið mjög lengi fimmta stærsta sveitarfélag landsins á eftir Akureyri en það er mjög stutt í það að, með sama áframhaldi, að við verðum orðin fjórða stærsta sveitarfélag landsins og ég myndi spá því fyrir árslok,“ segir Kjartan.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira