Ólafur um meiðsli Hörpu: „Vona að þetta sé ekki það sem allir eru að hugsa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 17. ágúst 2018 22:07 Ef fer á versta veg gæti Harpa misst af mikilvægum landsleikjum í byrjun september Vísir/Getty Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn