Eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 19:45 Baldur Ólafsson lögreglumaður Stöð 2 Skjáskot Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna. Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57