Haukar notuðu sektarsjóðinn til að styrkja þjálfarann og systur hans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:30 Úr leik Hauka í Inkasso deildinni fréttablaðið/andri marínó Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur. Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur.
Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn