Marchisio er 32 ára gamall og var með samning til ársins 2020. Hann og félagið ákváðu í sameingingu að þetta væri orðið gott.
Marchisio er önnur Juventus-goðsögnin sem yfirgefur Juventus fyrir komandi tímabil en hin er markvörðurinn Gianluigi Buffon.
Serie x7
Coppa Italia x4
389 games
Claudio Marchisio has left Juventus after 25 years at the club: https://t.co/c2gsdiXgz9pic.twitter.com/TvvLcTdXI9
— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2018
Claudio Marchisio hefur sjö sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari með Juventus en hann kom fyrst til félagsins árið 1993 þegar hann var aðeins sjö ára gamall.
Claudio Marchisio spilaði með unglingaliðum Juventus til ársins 2005 þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðnu.
Claudio Marchisio lék alls 389 leiki fyrir Juventus í öllum keppnum þar af 294 þeirra í ítölsku deildinni. Hann lék líka 55 landsleiki sem leikmaður Juve.
Hlutverk Marchisio í Juventus liðinu hafði minnkað ár frá ári og á síðasta tímabili lék hann aðeins fimmtán deildarleiki með liðinu. Koma Emre Can þýddi líka að tækifærin yrðu enn færri á þessari leiktíð.
Juventus þakkaði Marchisio fyrir öll þessi ár með virðingarvotti inn á Twitter-síðu sinni ...
Da sempre bianconero. Per sempre bianconero @ClaMarchisio8.
Una vita in che celebriamo con la GALLERY https://t.co/bOgE1o9Lrspic.twitter.com/VTR8ql8YlL
— JuventusFC (@juventusfc) August 17, 2018
... og hann sjálfur birti síðan mynd af sér frá því að hann var smástrákur en kominn í Juventus-búninginn. Það má sjá það hér fyrir neðan.
Non riesco a smettere di guardare questa fotografia e queste strisce su cui ho scritto la mia vita di uomo e di calciatore.
Amo questa maglia al punto che, nonostante tutto, sono convinto che il bene della squadra venga prima. Sempre. pic.twitter.com/AoNuiiZ2cS
— Claudio Marchisio (@ClaMarchisio8) August 17, 2018