Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Dýpri þekking á erfðamengi hveitis er sögð vera forsenda þess að hægt verði tryggja fæðuöryggi. NORDICPHOTOS/GETTY Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira