Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 15:57 Nauðsynlegt er að skoða aðra möguleika við framkvæmdir á nýjum Hvalfjarðargöngum. Vísir/Pjetur Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. Ráðast þarf í aðgerðir áður en umferð um göngin nær 8000 ökutækjum á dag en hún stendur nú í tæpum 7000 ökutækjum dag hvern. Lagt er til að grafin verði ný, breiðari göng með nýjum norðurmunna innar í Hvalfirði en nú er. Þetta kemur fram í greinargerð Vegagerðarinnar, sem unnin var af verkfræðistofunni Mannviti og Gísla Eiríkssyni, forstöðumanni jarðgangadeildar Vegagerðarinnar. Vegna ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið á viðmiðunarstöðlum fyrir veggöng frá því að ný Hvalfjarðargöng voru hönnuð árið 2008 er talið nauðsynlegt nú að skoða aðra möguleika á tvöföldun ganganna.Fyrst og fremst skortur á neyðarútgöngum Á meðal viðmiðunarstaðlanna eru hertar öryggiskröfur um hámarkshalla ganga, upphengjur og festingar og neyðarbúnað á borð við flóttaljós. Fyrst og fremst er það þó skortur á neyðarútgöngum sem kallar á tvöföldun Hvalfjarðarganga, að því er fram kemur í greinargerðinni. Hafa reglugerðir um neyðarútganga verið túlkaðar á þá leið að þegar umferð í Hvalfjarðargöngum er komin í 8000 ökutæki á dag þurfi að vera til staðar neyðarútgangar en umferð um göngin í fyrra var rétt tæp 7000 ökutæki á dag. Því þykir ljóst að fyrr en seinna þarf að ráðast í aðgerðir til að bæta öryggi vegfaranda um Hvalfjarðargöng. Ný göng með norðurmunna innar í firðinum Í greinargerð Mannvits eru skoðaðar nokkrar leiðir til nýrra ganga. Svokölluð „Gangaleið 5“ er metin hagkvæmasti kostur til tvöföldunar ganganna, ef gert er ráð fyrir sömu umferðarskiptingu við norðurmunna ganganna og verið hefur frá opnun þeirra. Þessi leið yrði tæpum sex milljörðum dýrari en gangalausnin sem kynnt var árið 2008. Gangaleið 5 gerir ráð fyrir nýjum og breiðari göngum, samhliða gömlu göngunum, með tengingu milli ganganna og mest 5% halla. Þá yrðu útskot með 250 metra millibili. Munni sunnan megin fjarðar yrði á svipuðum stað en norðan fjarðar myndi gangaendi vísa til austurs og munni ganga á nýjum stað innar í Hvalfirði, milli Kúludalsár og Grafar.Þversnið núverandi Hvalfjarðarganga borið saman við þversnið nýrra ganga.Skjáskot/Vegagerðin/MannvitÞversnið ganganna yrði 10,5 m í veghæð og gert er ráð fyrir tvístefnu göngunum en 1 m breiðu bili milli akreina, eins og sjá má á mynd. Núverandi göng yrðu áfram notuð á leið til Akraness en ný göng fyrir þá sem eiga erindi til Grundartanga eða áfram norður og vestur. Þá yrðu neyðarútgangar fjórtán talsins. Þessi nýju göng myndu uppfylla staðal fyrir veggöng með umferð upp að 12 þúsund ökutækjum á dag. Í greinargerðinni segir þó að geri þyrfti ráð fyrir neyðarrýmum án útgangs á stórum hluta leiðar, sem talinn er ókostur. „Ókostur gangaleiðar 5 er að tvístefnuakstursumferð yrði eftir sem áður í báðum göngum. Slysatíðni reiknast vera svipuð í göngum með einstefnu og tvístefnu akstri, en alvarleiki slysa í einstefnu göngum er mun minni. Reikningslegur ávinningur færri alvarlegra slysa í einstefnugöngum vegur hins vegar lítið á móti styttingu leiðar,“ segir í greinargerðinni. Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. 22. apríl 2018 20:00 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. Ráðast þarf í aðgerðir áður en umferð um göngin nær 8000 ökutækjum á dag en hún stendur nú í tæpum 7000 ökutækjum dag hvern. Lagt er til að grafin verði ný, breiðari göng með nýjum norðurmunna innar í Hvalfirði en nú er. Þetta kemur fram í greinargerð Vegagerðarinnar, sem unnin var af verkfræðistofunni Mannviti og Gísla Eiríkssyni, forstöðumanni jarðgangadeildar Vegagerðarinnar. Vegna ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið á viðmiðunarstöðlum fyrir veggöng frá því að ný Hvalfjarðargöng voru hönnuð árið 2008 er talið nauðsynlegt nú að skoða aðra möguleika á tvöföldun ganganna.Fyrst og fremst skortur á neyðarútgöngum Á meðal viðmiðunarstaðlanna eru hertar öryggiskröfur um hámarkshalla ganga, upphengjur og festingar og neyðarbúnað á borð við flóttaljós. Fyrst og fremst er það þó skortur á neyðarútgöngum sem kallar á tvöföldun Hvalfjarðarganga, að því er fram kemur í greinargerðinni. Hafa reglugerðir um neyðarútganga verið túlkaðar á þá leið að þegar umferð í Hvalfjarðargöngum er komin í 8000 ökutæki á dag þurfi að vera til staðar neyðarútgangar en umferð um göngin í fyrra var rétt tæp 7000 ökutæki á dag. Því þykir ljóst að fyrr en seinna þarf að ráðast í aðgerðir til að bæta öryggi vegfaranda um Hvalfjarðargöng. Ný göng með norðurmunna innar í firðinum Í greinargerð Mannvits eru skoðaðar nokkrar leiðir til nýrra ganga. Svokölluð „Gangaleið 5“ er metin hagkvæmasti kostur til tvöföldunar ganganna, ef gert er ráð fyrir sömu umferðarskiptingu við norðurmunna ganganna og verið hefur frá opnun þeirra. Þessi leið yrði tæpum sex milljörðum dýrari en gangalausnin sem kynnt var árið 2008. Gangaleið 5 gerir ráð fyrir nýjum og breiðari göngum, samhliða gömlu göngunum, með tengingu milli ganganna og mest 5% halla. Þá yrðu útskot með 250 metra millibili. Munni sunnan megin fjarðar yrði á svipuðum stað en norðan fjarðar myndi gangaendi vísa til austurs og munni ganga á nýjum stað innar í Hvalfirði, milli Kúludalsár og Grafar.Þversnið núverandi Hvalfjarðarganga borið saman við þversnið nýrra ganga.Skjáskot/Vegagerðin/MannvitÞversnið ganganna yrði 10,5 m í veghæð og gert er ráð fyrir tvístefnu göngunum en 1 m breiðu bili milli akreina, eins og sjá má á mynd. Núverandi göng yrðu áfram notuð á leið til Akraness en ný göng fyrir þá sem eiga erindi til Grundartanga eða áfram norður og vestur. Þá yrðu neyðarútgangar fjórtán talsins. Þessi nýju göng myndu uppfylla staðal fyrir veggöng með umferð upp að 12 þúsund ökutækjum á dag. Í greinargerðinni segir þó að geri þyrfti ráð fyrir neyðarrýmum án útgangs á stórum hluta leiðar, sem talinn er ókostur. „Ókostur gangaleiðar 5 er að tvístefnuakstursumferð yrði eftir sem áður í báðum göngum. Slysatíðni reiknast vera svipuð í göngum með einstefnu og tvístefnu akstri, en alvarleiki slysa í einstefnu göngum er mun minni. Reikningslegur ávinningur færri alvarlegra slysa í einstefnugöngum vegur hins vegar lítið á móti styttingu leiðar,“ segir í greinargerðinni.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. 22. apríl 2018 20:00 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30
Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. 22. apríl 2018 20:00
Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45