Skínandi foss í svartri eyðimörk Sigtryggur Ari Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Fossinn Skínandi í Svartá. MYND/HERMANN ÞÓR Á norðausturhálendinu, skammt austan við Dyngjufjöll og sunnan við Vaðöldu eru Svartárbotnar. Þarna á Svartá upptök sín en hún er stærsta bergvatnsáin sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Þetta er risastór lindá þar sem tært vatnið bókstaflega sprettur út úr svörtum sandinum og er meðalrennslið í kringum 15-20 sekúndulítrar. Ferðalangar við Svartárbotna. MYND/hermann þórÍ Svartárbotnum og meðfram Svartá er einstakur hálendisgróður sem meðal annars skartar hvönn og stingur skemmtilega í stúf við svarta eyðimörkina allt í kring. Svartá rennur nokkra kílómetra til austurs en rétt áður en hún sameinast Jökulsá á Fjöllum fellur hún um foss sem heitir því fallega nafni Skínandi. Snotur fossinn kemur ekki síður á óvart í auðninni en gróðurinn við árbakkann.Mosavaxnar eyrar í Svartá. Umhverfið þar er sannkölluð vin í eyðimörk. w MYND/ÓLAFUR MÁRÁður en Holuhrauni skaut upp á yfirborðið í ágúst 2015 voru Svartárbotnar og Skínandi eitt best varðveitta leyndarmálið á hálendinu. Gosið, sem er eitt það stærsta á sögulegum tíma og varði í nærri sex mánuði, ógnaði á tímabili fossinum en sem betur fer stöðvaðist hraunstraumurinn að lokum skammt frá. Nú er Skínandi kominn á landakortið þar sem einfaldast er að skoða Holuhraun við norðurenda þess. L04150818 Holuhraun 02 Ekið í eyðimörkinni. Dyngjufjöll eru í skýjahjúpnum. MYND / HERMANN ÞÓREkið er í hálftíma eftir ógreinilegri en stikaðri leið frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili, en Dreki er síðasti viðkomustaður ferðalanga á leið í Öskju og Víti. Hluti leiðarinnar er upphaf Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiða en mun auðveldari yfirferðar og ekki yfir neinar stórar ár að fara. Þó getur vað við norðurenda Holuhrauns verið grýtt og erfitt jepplingum.Horft yfir Holuhraun til Kverkfjalla. MYND/hermann þórGangan að bæði Svartárbotnum og Skínanda tekur innan við hálftíma hvora leið. Eftir það er vel þess virði að skoða úfið Holuhraunið en það er að jafnaði um sextán metra þykkt og erfitt yfirferðar. Þess vegna hefur verið útbúin stikuð leið skammt frá bílastæði. Hún er stutt enda þekur Holuhraun 85 ferkílómetra sem er áþekkt yfirborði Manhattan. Hluti leiðarinnar úr Drekagili, með Vaðöldu og að Holuhrauni liggur um mjúkan og stóran sand. MYND/hermann þórÞar sem hraunið hefur kólnað er ekki lengur hægt að baða sig í lækjum sem koma undan Holuhrauni en árfarvegirnir skarta enn grænum gróðri sem rekja má til hitans frá hrauninu.Vatnið streymir undan Holuhrauni. Árbotnarnir eru fagurgrænir. MYND/Ólafur már Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Á norðausturhálendinu, skammt austan við Dyngjufjöll og sunnan við Vaðöldu eru Svartárbotnar. Þarna á Svartá upptök sín en hún er stærsta bergvatnsáin sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Þetta er risastór lindá þar sem tært vatnið bókstaflega sprettur út úr svörtum sandinum og er meðalrennslið í kringum 15-20 sekúndulítrar. Ferðalangar við Svartárbotna. MYND/hermann þórÍ Svartárbotnum og meðfram Svartá er einstakur hálendisgróður sem meðal annars skartar hvönn og stingur skemmtilega í stúf við svarta eyðimörkina allt í kring. Svartá rennur nokkra kílómetra til austurs en rétt áður en hún sameinast Jökulsá á Fjöllum fellur hún um foss sem heitir því fallega nafni Skínandi. Snotur fossinn kemur ekki síður á óvart í auðninni en gróðurinn við árbakkann.Mosavaxnar eyrar í Svartá. Umhverfið þar er sannkölluð vin í eyðimörk. w MYND/ÓLAFUR MÁRÁður en Holuhrauni skaut upp á yfirborðið í ágúst 2015 voru Svartárbotnar og Skínandi eitt best varðveitta leyndarmálið á hálendinu. Gosið, sem er eitt það stærsta á sögulegum tíma og varði í nærri sex mánuði, ógnaði á tímabili fossinum en sem betur fer stöðvaðist hraunstraumurinn að lokum skammt frá. Nú er Skínandi kominn á landakortið þar sem einfaldast er að skoða Holuhraun við norðurenda þess. L04150818 Holuhraun 02 Ekið í eyðimörkinni. Dyngjufjöll eru í skýjahjúpnum. MYND / HERMANN ÞÓREkið er í hálftíma eftir ógreinilegri en stikaðri leið frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili, en Dreki er síðasti viðkomustaður ferðalanga á leið í Öskju og Víti. Hluti leiðarinnar er upphaf Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiða en mun auðveldari yfirferðar og ekki yfir neinar stórar ár að fara. Þó getur vað við norðurenda Holuhrauns verið grýtt og erfitt jepplingum.Horft yfir Holuhraun til Kverkfjalla. MYND/hermann þórGangan að bæði Svartárbotnum og Skínanda tekur innan við hálftíma hvora leið. Eftir það er vel þess virði að skoða úfið Holuhraunið en það er að jafnaði um sextán metra þykkt og erfitt yfirferðar. Þess vegna hefur verið útbúin stikuð leið skammt frá bílastæði. Hún er stutt enda þekur Holuhraun 85 ferkílómetra sem er áþekkt yfirborði Manhattan. Hluti leiðarinnar úr Drekagili, með Vaðöldu og að Holuhrauni liggur um mjúkan og stóran sand. MYND/hermann þórÞar sem hraunið hefur kólnað er ekki lengur hægt að baða sig í lækjum sem koma undan Holuhrauni en árfarvegirnir skarta enn grænum gróðri sem rekja má til hitans frá hrauninu.Vatnið streymir undan Holuhrauni. Árbotnarnir eru fagurgrænir. MYND/Ólafur már
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira