Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Jón Þór Birgisson í Sigur Rós. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest kyrrsetningu eigna meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Eignir þeirra hafa sætt kyrrsetningu frá því í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því í mars að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra og að um væri að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls. Hæsta krafan var á hendur söngvaranum Jóni Þór, betur þekktum sem Jónsa, upp á 638 milljónir. Rannsókn á meintum brotum hófst í ársbyrjun 2016. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið um að ræða ásetning heldur handvömm endurskoðanda. Tónlistarmennirnir fóru allir með mál sín fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að kyrrsetningargerðin yrði felld úr gildi og kyrrsetningu á eignum þeirra aflétt. Samkvæmt úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafnar dómurinn kröfu þremenninganna. Kyrrsetning eigna þeirra stendur því og rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum stendur enn yfir. Í máli Jónsa var um að ræða kyrrsetningu á átta fasteignum, fjórum ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í þremur félögum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Í úrskurði dómsins í stærsta málinu, er varðar Jónsa, er upplýst að hann hafi komið með talsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og að hinar kyrrsettu fasteignir, sem metnar voru af tollstjóra á alls tæpar 400 milljónir króna, hafi verið bundnar kvöðum bankans vegna þess. Kvöðum sem lögmaður Jónsa taldi gera kyrrsetningu þeirra óþarfa en á það féllst dómurinn ekki. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna í málunum þremur, segir að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest kyrrsetningu eigna meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Eignir þeirra hafa sætt kyrrsetningu frá því í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því í mars að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra og að um væri að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls. Hæsta krafan var á hendur söngvaranum Jóni Þór, betur þekktum sem Jónsa, upp á 638 milljónir. Rannsókn á meintum brotum hófst í ársbyrjun 2016. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið um að ræða ásetning heldur handvömm endurskoðanda. Tónlistarmennirnir fóru allir með mál sín fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að kyrrsetningargerðin yrði felld úr gildi og kyrrsetningu á eignum þeirra aflétt. Samkvæmt úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafnar dómurinn kröfu þremenninganna. Kyrrsetning eigna þeirra stendur því og rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum stendur enn yfir. Í máli Jónsa var um að ræða kyrrsetningu á átta fasteignum, fjórum ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í þremur félögum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Í úrskurði dómsins í stærsta málinu, er varðar Jónsa, er upplýst að hann hafi komið með talsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og að hinar kyrrsettu fasteignir, sem metnar voru af tollstjóra á alls tæpar 400 milljónir króna, hafi verið bundnar kvöðum bankans vegna þess. Kvöðum sem lögmaður Jónsa taldi gera kyrrsetningu þeirra óþarfa en á það féllst dómurinn ekki. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna í málunum þremur, segir að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00