„Þetta var bara hrikalega flott hjá drengjunum og frábær frammistaða hjá þeim í einu og öllu,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á FH í kvöld.
Stjarnan vann 2-0 sigur á Fimleikafélaginu og er liðið komið í bikarúrslit.
„Öflugur varnarleikur og góður sóknarleikur var lykillinn af okkar sigri í kvöld. Það gekk bara allt upp hjá okkur í dag.“
Rúnar segist hafa séð að FH-ingar myndu spila með þriggja manna vörn fyrir leikinn í kvöld.
„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar að mæta þriggja manna vörn og við vissum nákvæmlega hvernig við myndum spila og lokuðum vel á þá,“ segir Rúnar en Stjarnan hefur í tvígang komist í bikarúrslit og aldrei unnið.
„Það er allt er þegar þrennt er og klárum þennan titil loksins núna.“
