Arnór Björnsson tryggði Njarðvík ævintýralegan sigur gegn Haukum á útivelli en með sigrinum fór Njarðvík upp fyrir Hauka í Inkasso-deildinni.
Bæði lið voru fyrir leikinn í bullandi fallbaráttu en Njarðvíkingar komust yfir með marki frá Brynjari Frey Garðarssyni á 40. mínútu.
Ekki skánaði það fyrir heimamenn í Haukum er Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt á 70. mínútu frá dómara leiksins, Aðalbirni Heiðari Þorsteinssyni.
Haukarnir náðu hins vegar að jafna metin á 87. mínútu en þar var að verki Aron Freyr Róbertsson. Flestir héldu þá að niðurstaðan yrði jafntefli en gestirnir voru ekki á sama máli.
Arnór Björnsson, sem er uppalinn í Haukunum, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í slá og inn, mínútu eftir mark Arons, og tryggði Njarðvík þar af leiðandi 2-1 sigur.
Hrikalega mikilvægur sigur fyrir Njarðvík sem lyfti sér upp í sjöunda sætið með sextán stigum, fjórum stigum frá fallsæti. Haukarnir eru í tíunda sæti, tveimur stigum frá fallsæti.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.
Ótrúleg dramatík er Njarðvík vann á Ásvöllum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn