Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 09:20 Alonso keppti fyrir Andretti Autosport-liðið í Indy 500-kappakstrinum í fyrra. Rætt hefur verið um möguleikann á að Andretti og McLaren fari í samstarf á næsta ári eða árið 2020. Vísir/EPA Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018 Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018
Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42