Umferðin var þung um Norðurland um helgina og greindi Vísir frá því að löng röð myndaðist við Hvalfjarðargöng í gærkvöldi. Vegfarendur biðu margir í um hálfa klukkustund eftir því að komast ofan í göngin þegar umferðin var hvað þyngst.
Lögreglan hafði einnig í nógu að snúast í umferðarmálum um helgina. Greint var frá 11 hraðakstursmálum og 6 vímuakstursmálum sem komu upp á Dalvík, auk annarra lögbrota. Engin alvarleg umferðaróhöpp komu þó inn á borð lögreglunnar, þrátt fyrir fyrrnefndan fjölda bíla.
