Milljón og Pétur Jóhann hleypur aftur á bak Benedikt Bóas skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Pétur Jóhann er í dúndurformi og tilbúinn í slaginn. Hann tók meira að segja hlaupagallann með sér í sumarbústað um helgina. Í fyrra söfnuðust 118 milljónir til 152 góðgerðarfélaga en Pétur hleypur fyrir Bumbulóní. Mynd/Natan Bjarnason „Ég hef ekki hlaupið mikið aftur á bak. Ég hef alveg gert það en ekki tíu kílómetra,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu aftur á bak ef hann nær að safna milljón krónum fyrir góðgerðarfélagið Bumbulóní. „Það þarf bara að kýla á þetta og athuga hvað gerist, ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér eitthvað fyndið við að prófa þetta.“ Tilgangur og markmið Bumbuloní er að styrkja fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Í ár verður styrkurinn veittur í fjórða sinn en þrjár fjölskyldur fengu styrk árið 2015 og árið 2016 og átta fjölskyldur árið 2017.Keppendur arka af stað. Allir áfram og enginn aftur á bak. Pétur Jóhann verður trúlega sá fyrsti sem skokkar 10 kílómetrana aftur á bak.fréttablaðið/ArnaldurFélagið er stofnað til minningar um Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall. Pétur og kærasta hans, Sigrún, kynntust Ásdísi stofnanda Bumbulóní í fríi erlendis. „Mig langaði að fá eitthvert fútt í þetta og mér fannst þessi tala, milljón, svolítið heillandi. Og að hlaupa aftur á bak í einhverja sex klukkutíma – það gefur þessu gildi,“ segir hann. Pétur segist vera í ágætu formi, ekki arfaslöku eins og oft áður. Orð að sönnu en þeir sem sáu grillþáttinn þeirra Sveppa tóku eftir að Pétur var í sumarformi en hann hefur verið að fara ásamt Sigrúnu í Hreyfingu í Glæsibæ. „Ég er í betra formi en ég á að mér. Ég er búinn að fara frá áramótum þegar færi gefst með Sigrúnu. Við höfum verið að skapa okkur tíma til að hreyfa okkur. Ég hef ekki fílað mig vel í líkamsræktarstöðvum en ég hef náð að hanga þegar hún er með mér. Hún rífur mig áfram. Hún er úr Keflavík og tekur enga fanga,“ segir hann glaðbeittur sem fyrr tilbúinn í að hlaupa 10 kílómetrana aftur á bak eða áfram. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 „Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30 „Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
„Ég hef ekki hlaupið mikið aftur á bak. Ég hef alveg gert það en ekki tíu kílómetra,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu aftur á bak ef hann nær að safna milljón krónum fyrir góðgerðarfélagið Bumbulóní. „Það þarf bara að kýla á þetta og athuga hvað gerist, ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér eitthvað fyndið við að prófa þetta.“ Tilgangur og markmið Bumbuloní er að styrkja fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Í ár verður styrkurinn veittur í fjórða sinn en þrjár fjölskyldur fengu styrk árið 2015 og árið 2016 og átta fjölskyldur árið 2017.Keppendur arka af stað. Allir áfram og enginn aftur á bak. Pétur Jóhann verður trúlega sá fyrsti sem skokkar 10 kílómetrana aftur á bak.fréttablaðið/ArnaldurFélagið er stofnað til minningar um Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall. Pétur og kærasta hans, Sigrún, kynntust Ásdísi stofnanda Bumbulóní í fríi erlendis. „Mig langaði að fá eitthvert fútt í þetta og mér fannst þessi tala, milljón, svolítið heillandi. Og að hlaupa aftur á bak í einhverja sex klukkutíma – það gefur þessu gildi,“ segir hann. Pétur segist vera í ágætu formi, ekki arfaslöku eins og oft áður. Orð að sönnu en þeir sem sáu grillþáttinn þeirra Sveppa tóku eftir að Pétur var í sumarformi en hann hefur verið að fara ásamt Sigrúnu í Hreyfingu í Glæsibæ. „Ég er í betra formi en ég á að mér. Ég er búinn að fara frá áramótum þegar færi gefst með Sigrúnu. Við höfum verið að skapa okkur tíma til að hreyfa okkur. Ég hef ekki fílað mig vel í líkamsræktarstöðvum en ég hef náð að hanga þegar hún er með mér. Hún rífur mig áfram. Hún er úr Keflavík og tekur enga fanga,“ segir hann glaðbeittur sem fyrr tilbúinn í að hlaupa 10 kílómetrana aftur á bak eða áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 „Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30 „Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00
„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30
„Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15