Golf

Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir tveir voru bestir á PGA meistaramótinu
Þessir tveir voru bestir á PGA meistaramótinu vísir/getty
Síðasta risamót ársins í karlaflokki fór fram á Bellerive vellinum í Bandaríkjunum um helgina þar sem PGA meistaramótið fór fram en því lauk í gærkvöldi.

Fór að lokum svo að Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka reyndist hlutskarpastur en hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari. Hann var með forystu fyrir lokahringinn og sigldi sigrinum heim með góðri spilamennsku á síðasta hring.

Annar sigur Koepka á risamóti í ár en hann vann einnig Opna bandaríska mótið á þessu ári.

Í öðru sæti varð enginn annar en Tiger Woods en hann lék frábært golf á lokahringnum þar sem hann spilaði best allra. Hann endaði hins vegar tveimur höggum á eftir Koepka, á fjórtán höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×