Sýndarveruleikagleraugu dularfullra samstarfsaðila Sigur Rósar loksins fáanleg Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 22:11 Rony Abovitz stofnaði Magic Leap árið 2010. Vísir/Getty Fyrsta vara sýndarveruleikafyrirtækisins Magic Leap er nú fáanleg þeim sem vilja þróa tæknina. Starfsemi fyrirtækisins hefur þótt afar dularfull en það hefur meðal annars unnið að þróun forrits með íslensku hljómsveitinni Sigur Rós. Um er að ræða sýndarveruleikagleraugu og ber þessi fyrsta útgáfa þeirra heitið Magic Leap One Creator Edition. Í tilkynningu frá Magic Leap segir að með gleraugunum „vakni stafrænt efni til lífsins með okkur hér í raunheimum“ og þá veiti gleraugun einnig aðgang að fjölmörgum aukahlutum og forritum.Magic Leap One Creator Edition hafa verið sögð eiga að marka kaflaskil í þróun sýndarveruleikatækni. Ekki er þó víst hvort þær spár gangi eftir.Mynd/Magic LeapÞannig geta notendur Magic Leap One nýtt sér sérstakan vafra, myndbandsspilara og samfélagsmiðil sem allir styðja sýndarveruleika í þrívídd. Þá veita gleraugun einnig aðgang að verkefnum sem fyrirtækið hefur þróað samhliða þeim, þar á meðal forritinu Tónanda sem unnið er í samstarfi við meðlimi hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að Tónandi sé „gagnvirkur könnunarleiðangur hljóðs og myndar“ og veiti innsýn inn í anda sveitarinnar.Sjá einnig: Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki Gleraugun og fylgihlutir þeirra eru fáanleg í takmörkuðu upplagi í völdum borgum Bandaríkjanna. Gleraugun eru föl fyrir 2295 Bandaríkjadali, eða tæpar 250 þúsund krónur íslenskar, og því ljóst að verðmiðinn er ekki öllum viðráðanlegur. Magic Leap hefur þegar boðið nokkrum aðilum að prófa gleraugun og hafa margir hlaðið inn myndböndum um ferlið á YouTube. Hér að neðan má til að mynda sjá myndband tæknimiðilsins The Verge sem fékk starfsmann sinn til að dæma gleraugun. Í myndbandinu má sjá virkni ýmissa „fídusa“ og forrita, sem varpa ljósi á það sem gleraugun bjóða notendum upp á.Eins og áður sagði hefur starfsemi Magic Leap verið sveipuð mikilli dulúð. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og er staðsett í Flórída, fjarri öðrum sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum sem flest eru í Kísildal í Kaliforníu. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan. Þrátt fyrir athyglina sem fyrirtækið hefur vakið er afar lítið vitað um tæknina sem það hefur þróað undanfarin ár. Hefur þetta verið yfirlýst stefna stofnanda Magic Leap, Rony Abovitz, frá stofnun fyrirtækisins. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrsta vara sýndarveruleikafyrirtækisins Magic Leap er nú fáanleg þeim sem vilja þróa tæknina. Starfsemi fyrirtækisins hefur þótt afar dularfull en það hefur meðal annars unnið að þróun forrits með íslensku hljómsveitinni Sigur Rós. Um er að ræða sýndarveruleikagleraugu og ber þessi fyrsta útgáfa þeirra heitið Magic Leap One Creator Edition. Í tilkynningu frá Magic Leap segir að með gleraugunum „vakni stafrænt efni til lífsins með okkur hér í raunheimum“ og þá veiti gleraugun einnig aðgang að fjölmörgum aukahlutum og forritum.Magic Leap One Creator Edition hafa verið sögð eiga að marka kaflaskil í þróun sýndarveruleikatækni. Ekki er þó víst hvort þær spár gangi eftir.Mynd/Magic LeapÞannig geta notendur Magic Leap One nýtt sér sérstakan vafra, myndbandsspilara og samfélagsmiðil sem allir styðja sýndarveruleika í þrívídd. Þá veita gleraugun einnig aðgang að verkefnum sem fyrirtækið hefur þróað samhliða þeim, þar á meðal forritinu Tónanda sem unnið er í samstarfi við meðlimi hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að Tónandi sé „gagnvirkur könnunarleiðangur hljóðs og myndar“ og veiti innsýn inn í anda sveitarinnar.Sjá einnig: Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki Gleraugun og fylgihlutir þeirra eru fáanleg í takmörkuðu upplagi í völdum borgum Bandaríkjanna. Gleraugun eru föl fyrir 2295 Bandaríkjadali, eða tæpar 250 þúsund krónur íslenskar, og því ljóst að verðmiðinn er ekki öllum viðráðanlegur. Magic Leap hefur þegar boðið nokkrum aðilum að prófa gleraugun og hafa margir hlaðið inn myndböndum um ferlið á YouTube. Hér að neðan má til að mynda sjá myndband tæknimiðilsins The Verge sem fékk starfsmann sinn til að dæma gleraugun. Í myndbandinu má sjá virkni ýmissa „fídusa“ og forrita, sem varpa ljósi á það sem gleraugun bjóða notendum upp á.Eins og áður sagði hefur starfsemi Magic Leap verið sveipuð mikilli dulúð. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og er staðsett í Flórída, fjarri öðrum sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum sem flest eru í Kísildal í Kaliforníu. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan. Þrátt fyrir athyglina sem fyrirtækið hefur vakið er afar lítið vitað um tæknina sem það hefur þróað undanfarin ár. Hefur þetta verið yfirlýst stefna stofnanda Magic Leap, Rony Abovitz, frá stofnun fyrirtækisins.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira