Leiktæki fyrir fötluð börn ítrekað skemmt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 Aðkoman að trampólíni ætluðu fötluðum börnum var ljót í vikunni. Búið var að brjóta stöng sem heldur öryggisneti tækisins. Myndir/Guðlaugur Ómar Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira