Steingrímur og gúrkan Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 08:15 Eitt dularfyllsta mál sumarsins kann að eiga sér vísindalegar skýringar. Ef þú lest þessar hugleiðingar yfir morgunkaffinu gætir þú enn litið sólmyrkvann sem sjáanlegur er í dag alls staðar á landinu ef vel viðrar. Um er að ræða deildarmyrkva þar sem tunglið hylur sólu að hluta og nær hann hámarki rétt fyrir klukkan níu. Mannkynið er sjálfhverf dýrategund sem staðsetur sig alla jafna í miðju alheimsins sé því komið við. Fyrir tíma tækni og vísinda, þegar sólin snerist enn í kringum manninn, tókum við sólmyrkva persónulega. Er himnarnir myrkvuðust hlaut það að hafa eitthvað með okkur að gera: kóngurinn var ekki að standa í stykkinu; guðirnir voru okkur reiðir; Jón og Sigga á næsta bæ áttu í framhjáhaldi; við lögðum okkur til munns ranga fæðu á röngum tíma. Grikkir til forna trúðu því að sólmyrkvi stafaði af því að guðunum mislíkaði hegðun þeirra; í Gamla testamentinu boðar sólmyrkvi dómsdag: „Á þeim degi – segir Drottinn Guð – vil ég láta sólina ganga til viðar um miðjan dag og senda myrkur yfir landið á ljósum degi.“ Sjálfhverf rangtúlkun á ráðgátum veraldarinnar einskorðast þó ekki við undur náttúrunnar.Pólitísk endastöð Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum. Í venjulegu árferði ættum við að vera stödd á síðari hluta gúrkutíðar. Einum manni er hins vegar svo fyrir að þakka að minna hefur farið fyrir gúrkunni í ár en oft áður. Þótt næstum mánuður sé liðinn frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum er hann enn í fréttunum. Í vikunni skammaði Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fyrir að hafa boðið einum alræmdasta þjóðernissinna Norðurlanda til samkomunnar. Sagði hann Steingrími bera að „biðjast afsökunar, standa upp úr stól sínum og hleypa öðrum að“. Steingrímur er eins og farþegi sem sofnaði í strætó og stígur vankaður út á pólitískri endastöð. Piu-málið hefði átt að vera skandall dagsins – mesta lagi vikunnar – en hefur nú undið svo upp á sig að fólk er farið að krefja Steingrím um afsögn. Steingrímur hefði þó hæglega getað kæft hneykslið í fæðingu með því einu að viðurkenna mistök. Ráðgáta sumarsins er þessi: Hvers vegna gerði hann það ekki? Eins og Grikkir til forna sem töldu sólmyrkvann snúast um þá sjálfa ákvað ég, í ljósi skorts á vísindalegum útskýringum, að túlka það sem svo að þvermóðska Steingríms snerist um mig. Af einskærri ósérplægni gerðist Steingrímur klappstýra fremsta rasista Norðurlanda af greiðvikni við alla álitsgjafa landsins; hann var að hlífa okkur við gúrkutíðinni. En í vikulok hrundi þessi heimsmynd mín. Rétt eins og sólmyrkvinn á Piu-málið sér vísindalegar skýringar.Pínlegt Ný rannsókn sem gerð var við háskólann í Iowa sýnir að hæfni okkar til að sjá villu okkar vegar dvínar með aldrinum. Þátttakendum í rannsókninni var gert að spila einfaldan tölvuleik sem fólst í því að þegar hringur birtist á jaðri skjás áttu þeir að forðast að líta á hann. „Góðu fréttirnar eru þær að hinir eldri leystu verkefnið jafnvel af hendi og þeir yngri,“ sagði Jan Wessel, prófessor í taugavísindum, um rannsóknina. Þegar þátttakendur voru fengnir til að meta eigin frammistöðu var raunin hins vegar önnur. „Við komumst að því að geta þeirra eldri til að koma auga á mistök sín er töluvert skert.“ Fólk undir þrítugu viðurkenndi mistök í 75% tilfella. Fólk yfir sextugu viðurkenndi mistök í aðeins 63% tilfella. Nauðsynlegt er þeim sem ætla að horfa á sólmyrkvann að skýla augum sínum með hlífðarbúnaði á borð við sólmyrkvagleraugu. Þegar aldurinn færist yfir fylgir þvermóðskan með – því sýnum við öll skilning. Svo pínlegt er hins vegar orðið að horfa upp á Steingrím standa einan á pólitískum berangri, skakandi klappstýrudúskum til heilla Piu Kjærsgaard að óskandi væri að hlífðarbúnaður væri fáanlegur sem verndaði augun fyrir þeirri skaðræðissjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Eitt dularfyllsta mál sumarsins kann að eiga sér vísindalegar skýringar. Ef þú lest þessar hugleiðingar yfir morgunkaffinu gætir þú enn litið sólmyrkvann sem sjáanlegur er í dag alls staðar á landinu ef vel viðrar. Um er að ræða deildarmyrkva þar sem tunglið hylur sólu að hluta og nær hann hámarki rétt fyrir klukkan níu. Mannkynið er sjálfhverf dýrategund sem staðsetur sig alla jafna í miðju alheimsins sé því komið við. Fyrir tíma tækni og vísinda, þegar sólin snerist enn í kringum manninn, tókum við sólmyrkva persónulega. Er himnarnir myrkvuðust hlaut það að hafa eitthvað með okkur að gera: kóngurinn var ekki að standa í stykkinu; guðirnir voru okkur reiðir; Jón og Sigga á næsta bæ áttu í framhjáhaldi; við lögðum okkur til munns ranga fæðu á röngum tíma. Grikkir til forna trúðu því að sólmyrkvi stafaði af því að guðunum mislíkaði hegðun þeirra; í Gamla testamentinu boðar sólmyrkvi dómsdag: „Á þeim degi – segir Drottinn Guð – vil ég láta sólina ganga til viðar um miðjan dag og senda myrkur yfir landið á ljósum degi.“ Sjálfhverf rangtúlkun á ráðgátum veraldarinnar einskorðast þó ekki við undur náttúrunnar.Pólitísk endastöð Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum. Í venjulegu árferði ættum við að vera stödd á síðari hluta gúrkutíðar. Einum manni er hins vegar svo fyrir að þakka að minna hefur farið fyrir gúrkunni í ár en oft áður. Þótt næstum mánuður sé liðinn frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum er hann enn í fréttunum. Í vikunni skammaði Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fyrir að hafa boðið einum alræmdasta þjóðernissinna Norðurlanda til samkomunnar. Sagði hann Steingrími bera að „biðjast afsökunar, standa upp úr stól sínum og hleypa öðrum að“. Steingrímur er eins og farþegi sem sofnaði í strætó og stígur vankaður út á pólitískri endastöð. Piu-málið hefði átt að vera skandall dagsins – mesta lagi vikunnar – en hefur nú undið svo upp á sig að fólk er farið að krefja Steingrím um afsögn. Steingrímur hefði þó hæglega getað kæft hneykslið í fæðingu með því einu að viðurkenna mistök. Ráðgáta sumarsins er þessi: Hvers vegna gerði hann það ekki? Eins og Grikkir til forna sem töldu sólmyrkvann snúast um þá sjálfa ákvað ég, í ljósi skorts á vísindalegum útskýringum, að túlka það sem svo að þvermóðska Steingríms snerist um mig. Af einskærri ósérplægni gerðist Steingrímur klappstýra fremsta rasista Norðurlanda af greiðvikni við alla álitsgjafa landsins; hann var að hlífa okkur við gúrkutíðinni. En í vikulok hrundi þessi heimsmynd mín. Rétt eins og sólmyrkvinn á Piu-málið sér vísindalegar skýringar.Pínlegt Ný rannsókn sem gerð var við háskólann í Iowa sýnir að hæfni okkar til að sjá villu okkar vegar dvínar með aldrinum. Þátttakendum í rannsókninni var gert að spila einfaldan tölvuleik sem fólst í því að þegar hringur birtist á jaðri skjás áttu þeir að forðast að líta á hann. „Góðu fréttirnar eru þær að hinir eldri leystu verkefnið jafnvel af hendi og þeir yngri,“ sagði Jan Wessel, prófessor í taugavísindum, um rannsóknina. Þegar þátttakendur voru fengnir til að meta eigin frammistöðu var raunin hins vegar önnur. „Við komumst að því að geta þeirra eldri til að koma auga á mistök sín er töluvert skert.“ Fólk undir þrítugu viðurkenndi mistök í 75% tilfella. Fólk yfir sextugu viðurkenndi mistök í aðeins 63% tilfella. Nauðsynlegt er þeim sem ætla að horfa á sólmyrkvann að skýla augum sínum með hlífðarbúnaði á borð við sólmyrkvagleraugu. Þegar aldurinn færist yfir fylgir þvermóðskan með – því sýnum við öll skilning. Svo pínlegt er hins vegar orðið að horfa upp á Steingrím standa einan á pólitískum berangri, skakandi klappstýrudúskum til heilla Piu Kjærsgaard að óskandi væri að hlífðarbúnaður væri fáanlegur sem verndaði augun fyrir þeirri skaðræðissjón.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun