Valur og Stjarnan halda áfram að berjast um þriðja sætið í Pepsi-deild kvenna en bæði lið unnu sína leiki í þrettándu umferðinni.
Stjarnan vann 2-1 sigur á Grindavík. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir á 47. mínútu og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir tvöfaldaði forystua sjö mínútum síðar.
Rio Hardy minnkaði muninn á 68. mínútu en nær komust Grindavíkurstúlkur ekki og lokatölur 2-1 mikilvægur sigur Stjörnunnar.
Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar, stigi frá Val, en sjö stigum frá Þór/KA sem er í öðru sætinu. Grindavík er í níunda sæti, þremur stigum frá KR, sem er í öruggu sæti.
Karólína Jack kom HK/Víking óvænt yfir gegn sterku liði Vals á heimavelli eftir einungis níu mínútur er liðin mættust á Víkingsvelli í kvöld.
Fanndís Friðriksdóttir jafnaði sjö mínútum síðar fyrir Val og það var ekki fyrr en níu mínútum fyrir leikslok er Guðrún Karítas Sigurðardóttir tryggði Val sigurinn. Lokatölur 2-1.
Valur er með 26 stig í þriðja sætinu, sex stigum á eftir Þór/KA í öðru sætinu en HK/Víkingur er í sjöunda sætinu með þrettán stig, fjórum stigum frá fallsæti.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.
Valur og Stjarnan með sigra
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka
Handbolti

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti