Styttu Steinunnar stolið í fjórða sinn og rannsóknin teygir anga sína til Tom Hanks Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 12:38 Steinunn með nokkur verka sinna Gunnar V. Andrésson Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn. Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn.
Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53
Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58