Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Mirjam Foekje van Twuijver. Dæmd í fíkniefnamál. Er laus en þarf að fara aftur í afplánun. „Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlendingamála hefur svona ótrúlega neikvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánunar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlendingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endurkomubann til Íslands á grundvelli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef framferði viðkomandi felur í sér alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofnunar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslulausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörðun um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti.Sjá einnig: Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörðun Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomubannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fangelsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsisvistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastliðins og hefur afplánað með ökklaband síðan. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlendingamála hefur svona ótrúlega neikvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánunar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlendingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endurkomubann til Íslands á grundvelli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef framferði viðkomandi felur í sér alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofnunar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslulausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörðun um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti.Sjá einnig: Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörðun Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomubannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fangelsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsisvistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastliðins og hefur afplánað með ökklaband síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21
Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15