Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 21:33 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Sigtryggur Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?