Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: „Þetta fer allt vel að lokum“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2018 16:18 Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. Vísir/GVA Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær en greint var fyrst frá því á vef Fréttablaðsins. Eigandi Hótel Holts segir að nú sé leitað að nýjum rekstraraðila fyrir veitingastaðinn og það standi ekki til að bregðast tryggum kúnnahópi hótelsins.Greint var frá því í desember síðastliðnum að eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingareksturinn og að staðurinn myndi heita Holt. Var hann opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað nú hálfu ári síðar. Í tilkynningunni var vitnað í Ólaf Ágústsson og hann sagður talsmaður rekstraraðila en hann neitaði að tjá sig um lokunina þegar Vísir hafði samband við hann. Hótel Holt var opnað upphaflega árið 1965 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Geirlaug segir í samtali við Vísi að hún geti lítið tjáð sig um það hvers vegna veitingastaðnum var lokað í gær. „Við björgum okkur, við erum vön að gera það og þetta fer allt vel að lokum,“ segir Geirlaug. Hún sagði að hún væri að öðru leyti alltaf þakklát fyrir hvað mörgum þætti vænt um Hótel Holt og hafði skilning á því að einhverjir hefðu áhyggjur af framtíð veitingastaðarins á hótelinu. „Við bregðumst ekki. Við erum full af orku og staðráðin í að láta þetta ganga upp. Við eigum svo stóran hóp fasta kúnna og við förum ekki að bregðast þeim,“ segir Geirlaug en gat ekki sagt til um hvenær veitingastaðurinn verður opnaður en telur að það verði fljótlega. Veitingastaðir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær en greint var fyrst frá því á vef Fréttablaðsins. Eigandi Hótel Holts segir að nú sé leitað að nýjum rekstraraðila fyrir veitingastaðinn og það standi ekki til að bregðast tryggum kúnnahópi hótelsins.Greint var frá því í desember síðastliðnum að eigendur Dill Restaurant, KEX hostels og Hótels Holts hefðu gert með sér samkomulag um veitingareksturinn og að staðurinn myndi heita Holt. Var hann opnaður í febrúar síðastliðnum en lokað nú hálfu ári síðar. Í tilkynningunni var vitnað í Ólaf Ágústsson og hann sagður talsmaður rekstraraðila en hann neitaði að tjá sig um lokunina þegar Vísir hafði samband við hann. Hótel Holt var opnað upphaflega árið 1965 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Geirlaug segir í samtali við Vísi að hún geti lítið tjáð sig um það hvers vegna veitingastaðnum var lokað í gær. „Við björgum okkur, við erum vön að gera það og þetta fer allt vel að lokum,“ segir Geirlaug. Hún sagði að hún væri að öðru leyti alltaf þakklát fyrir hvað mörgum þætti vænt um Hótel Holt og hafði skilning á því að einhverjir hefðu áhyggjur af framtíð veitingastaðarins á hótelinu. „Við bregðumst ekki. Við erum full af orku og staðráðin í að láta þetta ganga upp. Við eigum svo stóran hóp fasta kúnna og við förum ekki að bregðast þeim,“ segir Geirlaug en gat ekki sagt til um hvenær veitingastaðurinn verður opnaður en telur að það verði fljótlega.
Veitingastaðir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira