DeChambeau í hóp goðsagnakylfinga Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. ágúst 2018 23:30 DeChambeau komst í föngulegan hóp goðsagnakylfinga með sigri sínum á sunnudag. Getty Með sigri sínum á The Northern Trust golfmótinu á sunnudag, bættist Bryson DeChambeau við í föngulegan hóp goðsagnakylfinga. Aðrir kylfingar í hópnum eru þeir Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson. The Northern Trust mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en DeChambeau vann mótið nokkuð örugglega en næsti maður var fjórum höggum á eftir DeChambeau. Með sigrinum varð Bandaríkjamaðurinn ungi aðeins fjórði maðurinn í sögunni til þess vinna Háskólameistaramótið í golfi, bandaríska áhugamanna meistaramótið og að minnsta kosti þrjú mót á PGA-mótaröðinni. Hinir kylfingarnir til að afreka hið sama eru goðsagnirnar Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson, einhverjir bestu kylfingar sögunnar. Gullbjörninn, Jack Nicklaus er einn sigursælasti kylfingur sögunnar. Hann á flesta stórmótstitla í sögunni, eða 18 titla í heildina og er í 3. sæti yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Næstur á eftir honum er einmitt Tiger Woods með 14 titla á bakin og þá er Woods í 2. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni ásamt því að vera einn þekktasti íþróttamaður samtímans. Phil Mickelson er í 9. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið fimm stórmót. Dechambeau er því kominn í ansi föngulegan hóp kylfinga þrátt fyrir ungan aldur og ljóst er að framtíðin er björt hjá honum en hann verður 25 ára um miðjan september. Með sigrinum á sunnudag opnaði DeChambeau möguleikann á því að vera valinn í bandaríska liðið sem mætir því evrópska um Ryder-bikarinn í lok september. Fá sæti eru eftir í bandaríska liðinu og er DeChambeau að keppa við áðurnefnda Tiger Woods og Phil Mickelson, svo einhverjir séu nefndir um þessi fáu sæti. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Með sigri sínum á The Northern Trust golfmótinu á sunnudag, bættist Bryson DeChambeau við í föngulegan hóp goðsagnakylfinga. Aðrir kylfingar í hópnum eru þeir Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson. The Northern Trust mótið er hluti af PGA-mótaröðinni en DeChambeau vann mótið nokkuð örugglega en næsti maður var fjórum höggum á eftir DeChambeau. Með sigrinum varð Bandaríkjamaðurinn ungi aðeins fjórði maðurinn í sögunni til þess vinna Háskólameistaramótið í golfi, bandaríska áhugamanna meistaramótið og að minnsta kosti þrjú mót á PGA-mótaröðinni. Hinir kylfingarnir til að afreka hið sama eru goðsagnirnar Jack Nicklaus, Tiger Woods og Phil Mickelson, einhverjir bestu kylfingar sögunnar. Gullbjörninn, Jack Nicklaus er einn sigursælasti kylfingur sögunnar. Hann á flesta stórmótstitla í sögunni, eða 18 titla í heildina og er í 3. sæti yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Næstur á eftir honum er einmitt Tiger Woods með 14 titla á bakin og þá er Woods í 2. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni ásamt því að vera einn þekktasti íþróttamaður samtímans. Phil Mickelson er í 9. sæti yfir flestu sigra á PGA-mótaröðinni og þá hefur hann unnið fimm stórmót. Dechambeau er því kominn í ansi föngulegan hóp kylfinga þrátt fyrir ungan aldur og ljóst er að framtíðin er björt hjá honum en hann verður 25 ára um miðjan september. Með sigrinum á sunnudag opnaði DeChambeau möguleikann á því að vera valinn í bandaríska liðið sem mætir því evrópska um Ryder-bikarinn í lok september. Fá sæti eru eftir í bandaríska liðinu og er DeChambeau að keppa við áðurnefnda Tiger Woods og Phil Mickelson, svo einhverjir séu nefndir um þessi fáu sæti.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira