Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 11:38 Það virðist því miður liðin tíð að óhætt sé að bregða sér af bæ án þess að læsa á eftir sér Lögreglan á Austurlandi Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22