Landsbókasafnið 200 ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn var opnað í Þjóðarbókhlöðunni á Melunum 1. desember 1994. „Við höfum haldið upp á 200 ára afmælið með ýmsum hætti allt árið,“ segir Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur á Landsbókasafni Íslands, en 28. ágúst 1818 telst stofndagur þess. Hann segir fyrirlestraröð vera í gangi og nefnir líka sögusýninguna Tímanna safn sem var sett þar upp í vor. „Ég mun labba um sýninguna í dag klukkan 13 og segja einhverjar skemmtisögur,“ bætir hann við glaðlega. Örn er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á safninu. Hann sér um að unnið sé skipulega að því að setja efni þess á alnetið. Nefnir sem dæmi síðuna timarit.is. „Við náum að halda utan um alla íslenska útgáfu og setja á netið. Aðgangurinn er frír og það er sérstakt á heimsvísu. Erlendis ná þjóðbókasöfn milljónasamfélaga ekki sama árangri og þar þarf almenningur að borga fyrir aðgang.“Örn Hrafnkelsson veit sitt af hverju um sögu safnsins og ætlar að miðla því til gesta í dag. Fréttablaðið/sigtryggur ariHann segir 2-3.000 manns fara inn á timarit.is á hverjum sólarhring og fletta um 30.000 blaðsíðum samanlagt, að meðaltali. „Ef þessi fjöldi kæmi hér í húsið daglega, þá gætum við ekki annað þjónustunni,“ segir hann og nefnir, til fróðleiks, að 80% af notkuninni séu innanlands og 20% erlendis. Allar íslenskar bækur, útgefnar frá 1540 til 1844, sem eru í eigu safnsins, er búið að mynda, að sögn Arnar og nú er verið að mynda erlendar ferðabækur. „Við eigum hér þrjú stór söfn erlendra ferðabóka, mjög spennandi. Öll Íslandskort sem hafa verið gefin út eru aðgengileg á netinu og smám saman erum við að skrá öll handrit rafrænt og mynda þau,“ upplýsir hann. Ekki er allt upp talið því Örn bendir á að á vefnum hljodsafn.landsbokasafn.is sé mikið efni komið inn. „Fyrsti íslenski geisladiskurinn var gefinn út 1986 – Bubbi Morthens – og geisladiskar hafa ekki endalausan líftíma. Hér er verið að færa þá alla inn á stafrænt form og sama er að segja um kasetturnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
„Við höfum haldið upp á 200 ára afmælið með ýmsum hætti allt árið,“ segir Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur á Landsbókasafni Íslands, en 28. ágúst 1818 telst stofndagur þess. Hann segir fyrirlestraröð vera í gangi og nefnir líka sögusýninguna Tímanna safn sem var sett þar upp í vor. „Ég mun labba um sýninguna í dag klukkan 13 og segja einhverjar skemmtisögur,“ bætir hann við glaðlega. Örn er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á safninu. Hann sér um að unnið sé skipulega að því að setja efni þess á alnetið. Nefnir sem dæmi síðuna timarit.is. „Við náum að halda utan um alla íslenska útgáfu og setja á netið. Aðgangurinn er frír og það er sérstakt á heimsvísu. Erlendis ná þjóðbókasöfn milljónasamfélaga ekki sama árangri og þar þarf almenningur að borga fyrir aðgang.“Örn Hrafnkelsson veit sitt af hverju um sögu safnsins og ætlar að miðla því til gesta í dag. Fréttablaðið/sigtryggur ariHann segir 2-3.000 manns fara inn á timarit.is á hverjum sólarhring og fletta um 30.000 blaðsíðum samanlagt, að meðaltali. „Ef þessi fjöldi kæmi hér í húsið daglega, þá gætum við ekki annað þjónustunni,“ segir hann og nefnir, til fróðleiks, að 80% af notkuninni séu innanlands og 20% erlendis. Allar íslenskar bækur, útgefnar frá 1540 til 1844, sem eru í eigu safnsins, er búið að mynda, að sögn Arnar og nú er verið að mynda erlendar ferðabækur. „Við eigum hér þrjú stór söfn erlendra ferðabóka, mjög spennandi. Öll Íslandskort sem hafa verið gefin út eru aðgengileg á netinu og smám saman erum við að skrá öll handrit rafrænt og mynda þau,“ upplýsir hann. Ekki er allt upp talið því Örn bendir á að á vefnum hljodsafn.landsbokasafn.is sé mikið efni komið inn. „Fyrsti íslenski geisladiskurinn var gefinn út 1986 – Bubbi Morthens – og geisladiskar hafa ekki endalausan líftíma. Hér er verið að færa þá alla inn á stafrænt form og sama er að segja um kasetturnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent