Ljósmæðranemar vinna launalaust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 21:30 Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu. Rebekka Jóhannesdóttir vakti athygli á því í síðustu viku að hún þarf að hætta námi vegna fjárskorts og grátbað spítalann að setja nemalaun aftur á. „Tæknilega séð gæti ég fengið mér vinnu og unnið allar helgar en námið sem ég er í, ljósmóðurfræði býður ekki upp á það þar sem námið byggist að mestum hluta upp sem klínísk kennsla, sem þýðir það að ég er í 80% vinnu á Landspítalanum og ég fæ ekkert borgað fyrir það,“ sagði hún í pistli á Facebook síðu sinni. Inga María Hlíðar Thorsteinson, nýútskrifuð ljósmóðir, segir þetta miður og að seinna árið, þegar ljósmæðranemar vinna sjálfstætt, ætti að vera launað. „Það er í rauninni fullt starf sem við erum að vinna, auk þess að vera í skólanum. Svo það reynist okkur ómögulegt að vinna með fram þessari starfsskyldu. Við erum að bæta við okkur framhaldsnámi við hjúkrunarmenntum. Erum því búnar að vera heillengi, eða nokkur ár, ólaunað í klínísku námi, þannig að mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér,” segir Inga María. Samkvæmt samtali fréttastofu við lögfræðing Bandalags háskólamanna, heildarsamtaka sem Ljósmæðrafélag Íslands tilheyrir, er almenn afstaða þeirra sú að greidd séu laun fyrir þau störf sem innt eru af hendi. Bandalagið hefur ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta m.a. sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þess efnis og kallað eftir því að settar séu skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. „Það er samt til þess að við getum útskrifast og sinnt því sem við eigum að sinna, þá þurfum við að vinna alveg sjálfstætt. Þó svo að við séum með einhvern á bak við okkur þá erum við að vinna vinnuna. Það er mikið álag á þessum vöktum sem við erum á þó svo að við höfum einhvern til að leita til,” segir Inga María að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu. Rebekka Jóhannesdóttir vakti athygli á því í síðustu viku að hún þarf að hætta námi vegna fjárskorts og grátbað spítalann að setja nemalaun aftur á. „Tæknilega séð gæti ég fengið mér vinnu og unnið allar helgar en námið sem ég er í, ljósmóðurfræði býður ekki upp á það þar sem námið byggist að mestum hluta upp sem klínísk kennsla, sem þýðir það að ég er í 80% vinnu á Landspítalanum og ég fæ ekkert borgað fyrir það,“ sagði hún í pistli á Facebook síðu sinni. Inga María Hlíðar Thorsteinson, nýútskrifuð ljósmóðir, segir þetta miður og að seinna árið, þegar ljósmæðranemar vinna sjálfstætt, ætti að vera launað. „Það er í rauninni fullt starf sem við erum að vinna, auk þess að vera í skólanum. Svo það reynist okkur ómögulegt að vinna með fram þessari starfsskyldu. Við erum að bæta við okkur framhaldsnámi við hjúkrunarmenntum. Erum því búnar að vera heillengi, eða nokkur ár, ólaunað í klínísku námi, þannig að mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér,” segir Inga María. Samkvæmt samtali fréttastofu við lögfræðing Bandalags háskólamanna, heildarsamtaka sem Ljósmæðrafélag Íslands tilheyrir, er almenn afstaða þeirra sú að greidd séu laun fyrir þau störf sem innt eru af hendi. Bandalagið hefur ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta m.a. sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þess efnis og kallað eftir því að settar séu skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. „Það er samt til þess að við getum útskrifast og sinnt því sem við eigum að sinna, þá þurfum við að vinna alveg sjálfstætt. Þó svo að við séum með einhvern á bak við okkur þá erum við að vinna vinnuna. Það er mikið álag á þessum vöktum sem við erum á þó svo að við höfum einhvern til að leita til,” segir Inga María að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent