Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 10:28 Valur Lýðsson, til hægri, er ákærður fyrir manndráp vegna dauða bróður síns Ragnars á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars á þessu ári. Hér er hann í réttarsal á Selfossi ásamt verjanda sínum. Vísir/Vilhelm Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Síðasta sem hann sagðist muna var andlit sem honum fannst ekki vera bróður síns. Valur Lýðsson er ákærður fyrir manndráp vegna dauða bróður síns Ragnars á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa valdið dauða Ragnars með því að veitast að honum með ofbeldi. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa slegið Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama auk þess að sparka eða trampa ítrekað á höfði hans og líkama. Þegar Valur gaf skýrslu fyrir dómi í morgun sagðist hann þó ekkert muna eftir neinum átökum á milli þeirra bræðra sökum mikillar ölvunar og gat litlar skýringar gefið á því hvernig dauða Ragnars bar að. Útilokaði hann þó ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólundarviðbragð þegar draumur var ræddur Að sögn Vals voru það miklir fagnaðarfundir þegar Ragnar sótti hann heim að Gýgjarhóli á föstudaginn langa ásamt bróður þeirra. Vel hafi farið á með þeim.Frá GýgjarhóliVísir/Magnús HlynurÞeir hafi sest að drykkju að frumkvæði Ragnars jafnvel þó að Valur hafi um skeið ætlað sér að vera hættur að drekka. Þriðji bróðirinn hafi gengið til hvílu um mitt kvöld en þeir Ragnar hafi setið áfram að sumbli og drukkið mikið. Peningalán sem Valur veitti Ragnari kom meðal annars til tals en Valur sagði að það hafi ekki valdið honum neinum áhyggjum því að hann vissi að bróðir sinn myndi endurgreiða það. Valur hafi síðan sagt bróður sínum frá draumum sínum um hvað hann vildi gera með jörðina, þar á meðal að koma upp kaldavatnsveitu. Bar Valur að við þá lýsingu hafi komið upp ólundarviðbrögð hjá Ragnari. Sagðist hann ekki muna frekar hvað gerðist, aðeins að hann hafi séð reiðilegt andlit sem hafi verið líkt Ragnari en honum hafi þó ekki fundist vera hann. „Ég segi það alveg heiðarlega að ég man ekkert eftir neinum átökum,“ sagði Valur sem viðurkenndi að það stemmdi ekki við það sem hann sagði í símtali við Neyðarlínu þegar hann tilkynnti um dauða Ragnar morguninn eftir. Í símtalinu sagði Valur að hann væri „fljótt á litið bara morðingi“.Erfiðar hugsanir sóttu að honum Gaf Valur þær skýringar á símtalinu að hann hefði verið í miklu uppnámi og hafi á þeim tíma verið sama um sína persónu. Hann hafi vaknað léttur í lund um morguninn og grandalaus um það sem hafði gerst. Þegar hann fór fram hafi hann komið að Ragnari liggjandi á grúfu og blóðugan í þvottahúsinu. Valur sagðist hafa fundist gleraugu sín við þröskuld á milli eldhússins og þvottahússins. Annað glerið hafi verið brotið, á sama auga og hann hafði þá glóðaraugu og aðra áverka. Viðurkenndi hann fyrir dómnum að vettvangurinn benti eindregið til þess að hann hefði átt hluta að máli. Erfiðar hugsanir hafi sótt að honum þegar hann gerði sér grein fyrir því þá um morguninn.Valur sagðist ekki rengja niðurstöður lögreglu og taldi yfirgnæfandi líkur á svæsnum átökum á milli þeirra bræðra.Vísir/Vilhelm„Það flaug afgerandi að mér að stytta mér aldur,“ sagði Valur sem taldi yfirgnæfandi líkur á að hann hefði borið ábyrgð á dauða Ragnars. Hann hafi ekki treyst sér til að slíta sambandi við Neyðarlínu af ótta við að vera einsamall.Töldu sig hafa gengið úr skugga að enginn annar hefði komið á bæinn Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, spurði Val út í hvað væri það síðasta sem hann myndi frá kvöldinu. Sagði Valur það vera reiðilega andlitið sem honum fannst ekki hafa verið Ragnar bróðir sinn. Rannsóknarlögreglumenn hafi þó talið sig hafa gengið úr skugga um að enginn annar hefði komið á bæinn þá um kvöldið. Gat Valur ekki fullyrt um hvort að sú minning hans um morguninn hafi verið vegna þess að minni hans af atburðum hafi verið betra þá en nú eða hvort að hún hefði „skáldast upp“ hjá sér. Hann hefði þó heyrt að þekkt væri í réttarsálfræði að „mjög hrikalegar minningar“ gætu þurrkast út. Ítrekaði Valur þó að hann myndi alls ekkert eftir neinum átökum.Aðalspurningin hvernig átökin hófust Saksóknari spurði Val einnig út í hvers vegna hann hafi ætlað sér að hætta að drekka og hvort að hann hefði einhvern tímann orðið ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Valur sagði að sér hætti til þess að drekka of mikið. Hann hafi ákveðið að hætta eftir að hafa drukkið of mikið á þrettándagleði. Ástæðan hafi verið sú að kunningja hans hafi þá blöskrað ástandið á honum. Viðurkenndi hann að það hefði gerst oftar en einu sinni að hann drykki svo mikið að hann myndi ekki eftir sér. Gekkst Valur við því að hafa lent í áflogum undir áhrifum áfengis en að þá hafi alltaf „einhver pirringur“ verið orsökin. Aldrei hefði hins vegar slegið í brýnu á milli þeirra bræðra. Hann minntist ekki neins ósamkomulags á milli þeirra þá um kvöldið. „Nei, aldeilis ekki. Þetta voru miklir fagnaðarfundir,“ sagði Valur og hafnaði því að hann hefði borið þungan hug til Ragnars eða haft nokkra ástæðu til að ráðast á hann. Sagðist hann ekki rengja niðurstöður lögreglu og taldi yfirgnæfandi líkur á svæsnum átökum á milli þeirra bræðra. Ofbeldið hefði vafalaust verið meira af hans hálfu. Rakti hann það mögulega til þess að hann hefði verið minna drukkinn en Ragnar. Aðalspurning væri hvernig í ósköpunum átökin hefðu byrjað og hvað hefði gerst. Þriðji bróðirinn í málinu nýtti rétt sinn til að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferðina. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Telur ósannað að bróðurnum hafi verið banað af ásettu ráði Þá er þess krafist að Valur verði sýknaður af manndrápsákæru eða sakfelldur fyrir líkamsárás. 24. júlí 2018 21:00 Ákærður fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Val Lýðssyni, 68 ára gömlum karlmanni, fyrir manndráp. 9. júlí 2018 09:50 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Síðasta sem hann sagðist muna var andlit sem honum fannst ekki vera bróður síns. Valur Lýðsson er ákærður fyrir manndráp vegna dauða bróður síns Ragnars á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa valdið dauða Ragnars með því að veitast að honum með ofbeldi. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa slegið Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama auk þess að sparka eða trampa ítrekað á höfði hans og líkama. Þegar Valur gaf skýrslu fyrir dómi í morgun sagðist hann þó ekkert muna eftir neinum átökum á milli þeirra bræðra sökum mikillar ölvunar og gat litlar skýringar gefið á því hvernig dauða Ragnars bar að. Útilokaði hann þó ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólundarviðbragð þegar draumur var ræddur Að sögn Vals voru það miklir fagnaðarfundir þegar Ragnar sótti hann heim að Gýgjarhóli á föstudaginn langa ásamt bróður þeirra. Vel hafi farið á með þeim.Frá GýgjarhóliVísir/Magnús HlynurÞeir hafi sest að drykkju að frumkvæði Ragnars jafnvel þó að Valur hafi um skeið ætlað sér að vera hættur að drekka. Þriðji bróðirinn hafi gengið til hvílu um mitt kvöld en þeir Ragnar hafi setið áfram að sumbli og drukkið mikið. Peningalán sem Valur veitti Ragnari kom meðal annars til tals en Valur sagði að það hafi ekki valdið honum neinum áhyggjum því að hann vissi að bróðir sinn myndi endurgreiða það. Valur hafi síðan sagt bróður sínum frá draumum sínum um hvað hann vildi gera með jörðina, þar á meðal að koma upp kaldavatnsveitu. Bar Valur að við þá lýsingu hafi komið upp ólundarviðbrögð hjá Ragnari. Sagðist hann ekki muna frekar hvað gerðist, aðeins að hann hafi séð reiðilegt andlit sem hafi verið líkt Ragnari en honum hafi þó ekki fundist vera hann. „Ég segi það alveg heiðarlega að ég man ekkert eftir neinum átökum,“ sagði Valur sem viðurkenndi að það stemmdi ekki við það sem hann sagði í símtali við Neyðarlínu þegar hann tilkynnti um dauða Ragnar morguninn eftir. Í símtalinu sagði Valur að hann væri „fljótt á litið bara morðingi“.Erfiðar hugsanir sóttu að honum Gaf Valur þær skýringar á símtalinu að hann hefði verið í miklu uppnámi og hafi á þeim tíma verið sama um sína persónu. Hann hafi vaknað léttur í lund um morguninn og grandalaus um það sem hafði gerst. Þegar hann fór fram hafi hann komið að Ragnari liggjandi á grúfu og blóðugan í þvottahúsinu. Valur sagðist hafa fundist gleraugu sín við þröskuld á milli eldhússins og þvottahússins. Annað glerið hafi verið brotið, á sama auga og hann hafði þá glóðaraugu og aðra áverka. Viðurkenndi hann fyrir dómnum að vettvangurinn benti eindregið til þess að hann hefði átt hluta að máli. Erfiðar hugsanir hafi sótt að honum þegar hann gerði sér grein fyrir því þá um morguninn.Valur sagðist ekki rengja niðurstöður lögreglu og taldi yfirgnæfandi líkur á svæsnum átökum á milli þeirra bræðra.Vísir/Vilhelm„Það flaug afgerandi að mér að stytta mér aldur,“ sagði Valur sem taldi yfirgnæfandi líkur á að hann hefði borið ábyrgð á dauða Ragnars. Hann hafi ekki treyst sér til að slíta sambandi við Neyðarlínu af ótta við að vera einsamall.Töldu sig hafa gengið úr skugga að enginn annar hefði komið á bæinn Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, spurði Val út í hvað væri það síðasta sem hann myndi frá kvöldinu. Sagði Valur það vera reiðilega andlitið sem honum fannst ekki hafa verið Ragnar bróðir sinn. Rannsóknarlögreglumenn hafi þó talið sig hafa gengið úr skugga um að enginn annar hefði komið á bæinn þá um kvöldið. Gat Valur ekki fullyrt um hvort að sú minning hans um morguninn hafi verið vegna þess að minni hans af atburðum hafi verið betra þá en nú eða hvort að hún hefði „skáldast upp“ hjá sér. Hann hefði þó heyrt að þekkt væri í réttarsálfræði að „mjög hrikalegar minningar“ gætu þurrkast út. Ítrekaði Valur þó að hann myndi alls ekkert eftir neinum átökum.Aðalspurningin hvernig átökin hófust Saksóknari spurði Val einnig út í hvers vegna hann hafi ætlað sér að hætta að drekka og hvort að hann hefði einhvern tímann orðið ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Valur sagði að sér hætti til þess að drekka of mikið. Hann hafi ákveðið að hætta eftir að hafa drukkið of mikið á þrettándagleði. Ástæðan hafi verið sú að kunningja hans hafi þá blöskrað ástandið á honum. Viðurkenndi hann að það hefði gerst oftar en einu sinni að hann drykki svo mikið að hann myndi ekki eftir sér. Gekkst Valur við því að hafa lent í áflogum undir áhrifum áfengis en að þá hafi alltaf „einhver pirringur“ verið orsökin. Aldrei hefði hins vegar slegið í brýnu á milli þeirra bræðra. Hann minntist ekki neins ósamkomulags á milli þeirra þá um kvöldið. „Nei, aldeilis ekki. Þetta voru miklir fagnaðarfundir,“ sagði Valur og hafnaði því að hann hefði borið þungan hug til Ragnars eða haft nokkra ástæðu til að ráðast á hann. Sagðist hann ekki rengja niðurstöður lögreglu og taldi yfirgnæfandi líkur á svæsnum átökum á milli þeirra bræðra. Ofbeldið hefði vafalaust verið meira af hans hálfu. Rakti hann það mögulega til þess að hann hefði verið minna drukkinn en Ragnar. Aðalspurning væri hvernig í ósköpunum átökin hefðu byrjað og hvað hefði gerst. Þriðji bróðirinn í málinu nýtti rétt sinn til að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferðina.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Telur ósannað að bróðurnum hafi verið banað af ásettu ráði Þá er þess krafist að Valur verði sýknaður af manndrápsákæru eða sakfelldur fyrir líkamsárás. 24. júlí 2018 21:00 Ákærður fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Val Lýðssyni, 68 ára gömlum karlmanni, fyrir manndráp. 9. júlí 2018 09:50 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Telur ósannað að bróðurnum hafi verið banað af ásettu ráði Þá er þess krafist að Valur verði sýknaður af manndrápsákæru eða sakfelldur fyrir líkamsárás. 24. júlí 2018 21:00
Ákærður fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Val Lýðssyni, 68 ára gömlum karlmanni, fyrir manndráp. 9. júlí 2018 09:50