Fimm dögum eftir þetta skelfilega slys þá var ákveðið að fresta leikjum Genoa og Sampdoria í fyrstu umferðinni. Í gær var hins vegar komið að annarri umferð deildarkeppninnar og þá átti Genoa heimaleik.
Leikmenn Genoa og Empoli minntust þeirra sem fórust í slysinu með mínútuþögn en stuðningsfólk Genoa gerði meira en það.
"A deafening silence of 43 minutes, one for each child, worker, student, father or mother who are no longer with us today".
Genoa pays a spine-tingling silent tribute to the victims of the Morandi bridge disaster https://t.co/B2xHHvWvWEpic.twitter.com/9nW9cR2K0f
— BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018
Allt stuðningsfólk Genoa þagði fyrstu 43 mínútur leiksins til minningar um þá 43 sem dóu í þessu hræðilega slyi. Það heyrðist ekki mikið í stuðningsfólkinu á þessum 43 mínútum.
200 metra hluti Morandi brúarinnar hrundi skyndilega með þeim afleiðingum að allt þetta fólk hrapaði til bana í bílum sínum.
Genoa vann leikinn 2-1 en bæði mörk liðsins komu á fyrstu tuttugu mínútunum. Stuðningsmenn Genoa fögnuðu ekki þegar lið þeirra skoraði.
Mikil fagnaðarlæti brutust hins vegar út á 43. mínútu leiksins þegar nöfn þeirra sem létust voru birt á stóra skjánum á leikvanginum.
Það sem eftir var leiksins hegðuðu stuðningsfólk Genoa sér venjulega og fagnaði síðan saman góðum sigri í leikslok.
Lið Sampdoria er líka frá Genóaborg en byrjaði tímabilið sitt á útivelli á móti Udinese. Sampdoria tapaði leiknum 1-0.