Frakkinn Karim Benzema skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Real Madrid á Girona í spænsku deildinni í kvöld.
Það voru heimamenn í Girona sem að byrjuðu leikinn betur og komust yfir gegn stórliði Real Madrid strax á 17. mínútu. Sú forysta átti þó ekki eftir að endast lengi.
Á 33. mínútu fengu liðsmenn Real Madrid vítaspyrnu og á punktinn steig þeirra nýjasta vítaskytta, Sergio Ramos, og skoraði hann af öryggi og var staðan 1-1 í hálfleik.
Þegar seinni hálfleikurinn var nýbyrjaður fengu gestirnir aðra vítaspyrnu við litla hrifningu heimamanna. Í þetta skiptið var það Karim Benzema sem fór á punktinn og skoraði hann og kom Real yfir.
Sjö mínútum seinna var röðin komin að Gareth Bale setja mark sitt á leikinn og gerði hann það með glæsilegu marki og staðan orðin 1-3.
Þegar um tíu mínútur voru eftir skoraði Karim Benzema síðan lokamark leiksins og voru lokatölur því 4-1 fyrir Real Madrid í fyrsta deildarleik þeirra.
Benzema með tvö í sigri Real
Dagur Lárusson skrifar
