Yfirvöld hafa haft upp á ellefu manns sem erlendir fjölmiðlar segja annaðhvort víetnamska eða filippseyska. Yfirvöld telja að um 40 manns hafi verið á bátnum áður en hann var skilinn eftir.
Um 29 manns er því leitað á fenjasvæðinu en þar er allt krökkt af krókódílum.
Þingmaður Queensland, Michael Healy, sagði í samtali við ABC að aðalmálið væri að tryggja að allir þeir sem höfðu verið á bátnum væru öruggir.
Bæjarstjóri úr nálægu sveitarfélagi segir að óttast sé um afdrif mannanna vegna þess hve mikið af krókódílum séu í fenjunum nálægt bænum Daintree.
Hælisleitendur sendir rakleitt úr landi
„Við vitum ekki hvort um sé að ræða ólöglega innflytjendur eða veiðimenn sem hafa mögulega verið að veiða í áströlsku miðum án leyfis og hafi fests í fenjunum.“ Segir þingmaðurinn Healy.Ef um hælisleitendur er að ræða er þetta fyrsta skipti í mörg ár sem flóttamönnum tekst að sigla til Ástralíu og komast til lands.
Ef um hælisleitendur er að ræða og þeir finnast, verða þeir sendir til kyrrahafseyjunnar Nárú eða Manus eyjar Papúu Nýju Gíneu á meðan farið verður yfir mál þeirra.