Hamilton á ráspól eftir dramatík á Spa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 14:15 Hamilton í brautinni í dag áður en tók að rigna Vísir/Getty Lewis Hamilton verður á ráspól í belgíska kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni eftir dramatískan lokasprett. Rétt áður en lokakafli tímatökunnar hófst fór að hellirigna á brautinni í Spa og voru aðstæður mjög erfiðar þegar tíu bestu ökuþórarnir slógust um ráspólinn. Lewis Hamilton lenti í vandræðum í annari tilraun sinni á lokakaflanum á meðan Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í forystunni. Rétt áður en Hamilton fór af stað í sinn þriðja hring þá stytti aftur upp og urðu aðstæður mun betri. Hamilton náði því að stórbæta tíma Vettel og taka forystuna. Vettel átti eftir að klára sína síðustu tilraun en hann náði ekki hraðari hring og varð að sætta sig við þriðja sætið. „Þetta var ein erfiðasta tímataka sem ég man eftir,“ sagði Hamilton þegar tíminn var úti. „Enginn okkar var búinn að æfa sig í rigningu í vikunni svo ég get ekki einu sinni lýst því hversu erfitt þetta var.“ Finninn Raikkonen var farinn út úr bíl sínum áður en Hamilton og Vettel fóru af stað í loka hringi sína og var ekki sáttur með þá ákvörðun Ferrari teymisins. Hann endaði með sjötta hraðasta hringinn því hann náði ekki að mæla tíma eftir að stytt hafði upp. Esteban Ocon á Force India náði þriðja sætinu og liðsfélagi hans Sergio Perez tók fjórða besta tímann. Formúla Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól í belgíska kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni eftir dramatískan lokasprett. Rétt áður en lokakafli tímatökunnar hófst fór að hellirigna á brautinni í Spa og voru aðstæður mjög erfiðar þegar tíu bestu ökuþórarnir slógust um ráspólinn. Lewis Hamilton lenti í vandræðum í annari tilraun sinni á lokakaflanum á meðan Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í forystunni. Rétt áður en Hamilton fór af stað í sinn þriðja hring þá stytti aftur upp og urðu aðstæður mun betri. Hamilton náði því að stórbæta tíma Vettel og taka forystuna. Vettel átti eftir að klára sína síðustu tilraun en hann náði ekki hraðari hring og varð að sætta sig við þriðja sætið. „Þetta var ein erfiðasta tímataka sem ég man eftir,“ sagði Hamilton þegar tíminn var úti. „Enginn okkar var búinn að æfa sig í rigningu í vikunni svo ég get ekki einu sinni lýst því hversu erfitt þetta var.“ Finninn Raikkonen var farinn út úr bíl sínum áður en Hamilton og Vettel fóru af stað í loka hringi sína og var ekki sáttur með þá ákvörðun Ferrari teymisins. Hann endaði með sjötta hraðasta hringinn því hann náði ekki að mæla tíma eftir að stytt hafði upp. Esteban Ocon á Force India náði þriðja sætinu og liðsfélagi hans Sergio Perez tók fjórða besta tímann.
Formúla Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira