Hamilton á ráspól eftir dramatík á Spa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 14:15 Hamilton í brautinni í dag áður en tók að rigna Vísir/Getty Lewis Hamilton verður á ráspól í belgíska kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni eftir dramatískan lokasprett. Rétt áður en lokakafli tímatökunnar hófst fór að hellirigna á brautinni í Spa og voru aðstæður mjög erfiðar þegar tíu bestu ökuþórarnir slógust um ráspólinn. Lewis Hamilton lenti í vandræðum í annari tilraun sinni á lokakaflanum á meðan Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í forystunni. Rétt áður en Hamilton fór af stað í sinn þriðja hring þá stytti aftur upp og urðu aðstæður mun betri. Hamilton náði því að stórbæta tíma Vettel og taka forystuna. Vettel átti eftir að klára sína síðustu tilraun en hann náði ekki hraðari hring og varð að sætta sig við þriðja sætið. „Þetta var ein erfiðasta tímataka sem ég man eftir,“ sagði Hamilton þegar tíminn var úti. „Enginn okkar var búinn að æfa sig í rigningu í vikunni svo ég get ekki einu sinni lýst því hversu erfitt þetta var.“ Finninn Raikkonen var farinn út úr bíl sínum áður en Hamilton og Vettel fóru af stað í loka hringi sína og var ekki sáttur með þá ákvörðun Ferrari teymisins. Hann endaði með sjötta hraðasta hringinn því hann náði ekki að mæla tíma eftir að stytt hafði upp. Esteban Ocon á Force India náði þriðja sætinu og liðsfélagi hans Sergio Perez tók fjórða besta tímann. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól í belgíska kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni eftir dramatískan lokasprett. Rétt áður en lokakafli tímatökunnar hófst fór að hellirigna á brautinni í Spa og voru aðstæður mjög erfiðar þegar tíu bestu ökuþórarnir slógust um ráspólinn. Lewis Hamilton lenti í vandræðum í annari tilraun sinni á lokakaflanum á meðan Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í forystunni. Rétt áður en Hamilton fór af stað í sinn þriðja hring þá stytti aftur upp og urðu aðstæður mun betri. Hamilton náði því að stórbæta tíma Vettel og taka forystuna. Vettel átti eftir að klára sína síðustu tilraun en hann náði ekki hraðari hring og varð að sætta sig við þriðja sætið. „Þetta var ein erfiðasta tímataka sem ég man eftir,“ sagði Hamilton þegar tíminn var úti. „Enginn okkar var búinn að æfa sig í rigningu í vikunni svo ég get ekki einu sinni lýst því hversu erfitt þetta var.“ Finninn Raikkonen var farinn út úr bíl sínum áður en Hamilton og Vettel fóru af stað í loka hringi sína og var ekki sáttur með þá ákvörðun Ferrari teymisins. Hann endaði með sjötta hraðasta hringinn því hann náði ekki að mæla tíma eftir að stytt hafði upp. Esteban Ocon á Force India náði þriðja sætinu og liðsfélagi hans Sergio Perez tók fjórða besta tímann.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira