Frans páfi hóf í dag fyrstu heimsókn páfa til Írlands síðan að Jóhannes Páll II. heimsótti eyjuna grænu á haustmánuðum ársins 1979.
Páfi lenti í Dublin klukkan hálf ellefu að staðartíma, þar biðu hans biskupar sem tóku á móti honum og þaðan er haldið beint til heimilis írska forsetans Michael Higgins.
Heimsóknin sem er hluti viðburðar kaþólsku kirkjunnar sem haldinn er á þriggja ára fresti sem ber nafnið World Meeting of Families eða heimsfundur fjölskyldna. Heimsókn páfa lýkur á morgun, sunnudag.
Heimsóknin á sér stað á erfiðum tíma fyrir kaþólsku kirkjuna en undanfarið hefur umræða um misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar verið háværari og þá sérstaklega í Írlandi.
New York Times greinir frá að Frans sem fordæmdi kynferðisbrot kaþólskra presta í vikunni hefur ákveðið að hitta og funda með fórnarlömbum á meðan að á heimsókn hans stendur.
Miklar breytingar hafa orðið í Írlandi undanfarin ár þar sem frjálslyndari stefnur hafa tekið við kaþólskum gildum en kirkjan hefur í mörg ár haft mikil ítök í Írlandi.
Sem dæmi um vel heppnaðar breytingar í landinu tekur forsætisráðherrann Leo Varadkar, sem er samkynhneigður við páfa í Dyflinnarkastala í dag.
Samkynhneigð var afglæpavædd í landinu 1993 og hjónabönd samkynhneigðra leyfð árið 2015.
Fyrsta heimsókn páfa til Írlands í 39 ár

Tengdar fréttir

Páfi lofar því að kirkjan hylmi ekki lengur yfir með níðingum
Í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki óskar hann eftir liðsinnis þess til að uppræta menningu sem hefur þaggað niður kynferðisbrot innan kirkjunnar.

Páfinn undir þrýstingi vegna misnotkunar
Frans páfi er undir miklum þrýstingi um að grípa til umfangsmikilla aðgerða gegn misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar.