Aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var óskað laust fyrir klukkan sjö í morgun vegna karlmanns sem ógnaði konu með hnífi inni í íbúð í miðborginni.
Konan náði að flýja út úr íbúðinni og hringdi í lögregluna. Strax var brugðist við útkallinu en karlmaðurinn hefur verið handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Nákvæmlega klukkustund síðar barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um innbrot í húsnæði í hvergi 108. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Ógnaði konu með hnífi
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
