Þekkir helling af fuglum 25. ágúst 2018 08:45 Það er stutt út í ósnortna náttúru á Flateyri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira